Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 143
Um stóran og lítinn staf
141
mál. Um þessi þjóðir og þjóðflokka segir svo í reglunum (Stafsetningar-
orðabókin bls. 680, greinar 13 og 15, uppsetningu lítillega breytt hér, svo og
leturbreytingum, og allmörgum orðum sleppt úr upptalningunni til ein-
földunar):
(14) a. Stór upphafsstafur er ritaður í heitum þjóða og í heitum sem af
þeim eru dregin. Þjóðaheiti eru ekki skýrt afmörkuð, en oftast er
átt við heiti þeirra sem búa í sama ríki, eru eða hafa verið félagslega
skipulegar einingar, búa við sameiginlega löggjöf eða koma fram
sem eining á alþjóðavettvangi: Baskar, Búar, Hellenar, lslendingar,
Kúrdar, Langbarðar, Norðmenn, Palestínumenn ...
b. Ritaður er lítill upphafsstafur í heitum þjóðflokka og kynstofna:
arabar,germanar,gyðingar, indíánar, keltar, mongólar ...
Ekki eru nefnd nein rök fyrir þessari aðgreiningu og hún getur orðið
býsna snúin (sjá t.d. umræðu um það hjá Margréti Guðmundsdóttur
2.000:153). Hvernig á grunnskólanemi til dæmis að geta verið viss um að
um sé að ræða hópa manna sem „eru eða hafa verið félagslega skipulegar
einingar, búa við sameiginlega löggjöf eða koma fram sem eining á
alþjóðavettvangi“? Það kann m.a.s. að orka tvímælis hvort þetta eigi við alla
þá sem eru taldir í (i4a). Og af hverju ætti félagsleg eða pólitísk fortíð ein-
hverra hópa manna í útlöndum að hafa áhrif á það hvernig við stafsetjum
a íslensku þau orð sem vísa til þeirra? Þetta er greinilega alveg ótæk regla.
Þó er helst að sjá að þeir sem gengu frá þessum reglum telji að hún sé nú
býsna góð því að í framhaldi af 15. grein segir (Stafsetningarorðabókin bls.
681, uppsetningu lítillega breytt eins og áður):
(x5) Með stórum og litlum upphafsstaf má gera greinarmun á merkingu
í sumum tilvikum:
arabar gyðingar
Arabar (þjóð, kennd við Arabíu) Gyðingar
(þjóð, kennd við Gyðingaland)
Það liggur nú ekki alveg í augum uppi að orðin Arabar eða Gyðingar geti
att við hóp manna sem „búa í sama ríki, eru eða hafa verið félagslega skipu-
'e8ar einingar, búa við sameiginlega löggjöf eða koma fram sem eining á
alþjóðavettvangi“, enda gefur Stafsetningarorðabókin sjálf bara uppfletti-
toyndina arabi og sama er að segja um orðiðgyðingur. Islenskorðabók (2002)
8eför líka bara uppflettimyndina arabi, en aftur á móti bæði gyðingur („1
tnaður af trúflokki gyðinga") og Gyðingur („maður þeirrar þjóðar sem
byggði Gyðingaland að fornu“). í þeirri bók má líka finna bæði uppfletti-