Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 146
144
Höskuldur Þráinsson
þegar stafsetningarmálin voru til umræðu á Alþingi á áttunda áratug síð-
ustu aldar.9
3.2.2 Samnöfn leidd af sérnöfnum
Loks er vert að nefna eitt atriði enn í reglunum um stóran staf og lítinn
sem getur vafist fyrir fólki. I greinum 9 og 10 í framsetningu Stafsetning-
arorðabókarinnar (bls. 678 og 679) segir m.a. þetta (dæmum fækkað eins
og áður og uppsetningu breytt lítillega):
(2o)a. Stór upphafsstafur er venjulega í orðum sem mynduð eru með sér-
nafni þannig að það sé áberandi í merkingu orðsins. Túlkunaratriði
getur verið hvað teljist áberandi og hvað hverfandi merkingar-
þáttur. Mikilvægt er að gæta að hefð og samræmi: Akureyrarveik-
in, Armenningur, Bandaríkjaforseti, Guðrúnarlegur, Þingvallanefnd
b. Ef sérnafni fylgir enginn eða aðeins hverfandi merkingarþáttur í
myndun samnafns er samnafnið haft með litlum upphafsstaf enda
þótt það sé upprunalega dregið af sérnafni. Þetta á m.a. alltaf við
um dýra- og plöntunöfn ... : adamsepli, evukhzði, gróusaga, hruna-
dans, kínarúlla, napóleonskaka ...
Ekki eru þetta nú álitlegar reglur, enda segir í (20a) að það geti verið „túlk-
unaratriði“ hvenær merkingarþáttur sé áberandi og hvenær hverfandi. Það
er líka galli að í (20a) er nokkuð augljóslega blandað saman orðum sem eru
sérnöfn í sjálfu sér (veikin heitir eða hét Akureyrarveiki, nefndin heitir
Þingvallanefnd) og samnöfnum (einhver maður getur verið Ármenningur
(eða ármenningur, sjá nánari umræðu hér á eftir) eða Bandaríkjaforseti (eða
bandaríkjaforseti, sbr. síðar) en menn heita hvorugt). Það eru jafnvel dæmi
um lýsingarorð í (2oa), þ.e. orðið Guðrúnarlegur (stafsett svo), en síðan
segir í framhaldinu að lýsingarorð með -sk- skuli þó aldrei skrifa með stór-
um upphafsstaf og þar eru tekin dæmi eins og akureyrskur, íslenskur og
salómonseyskur. Málleg rök fyrir þessari aðgreiningu í rithætti lýsingar-
orða eftir því hvaða viðskeyti þau innihalda liggja ekki í augum uppi. Séu
þau einhver, hefði verið rétt að benda á þau. Annars lítur þetta út eins og
tilviljanakennd aðgreining.
Miðað við meginregluna um stóran staf í sérnöfnum ætti tvímælalaust
að skrifa sérnöfnin sem talin eru í 9. grein (bls. 678 í Stafsetningarorða-
9 Hér er rétt að geta þess að í b-lið 16. greinar auglýsingarinnar frá 1974 (Þ-e-
132/1974) er sagt að „tungumálaheiti og heiti á mállýskum" skuli skrifuð með litlum staf.