Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 147
Um stóran og lítinn staf
145
bókinni) með stórum upphafsstaf. Þau eru reyndar mjög fá — auk þeirra
sem áður voru talin (Akureyrarveiki, Þingvallanefnd) má nefna orð eins og
Bláalónshlaupið (hlaupið heitir það), Halaveður (tiltekið veður eða áhlaup
gengur undir því nafni). Það er frekar álitamál hvort menn vilja búa sér til
þá viðbótarreglu að samnöfn leidd af sérnöfnum, eins og á/Ármenningur,
b/Bandaríkjaforseti, b/Breiðabliksstúlka, f/Fjölnismaður, k/Kópavogsbúi,
s/Skálholtsbiskup, s/Sóknarkona skuli vera undantekning frá meginregl-
unni um að samnöfn skuli „að jafnaði“ skrifuð með litlum staf (sjá nánari
umræðu hjá Margréti Guðmundsdóttur 2000:153—154 um orð af þessu
tagi og vandasama aðgreiningu þeirra samkvæmt viðmiðum stafsetningar-
reglnanna). Þetta eru augljóslega allt samnöfn — menn eða konur geta
verið þetta allt en heita það ekki. Einfaldast væri að fylgja meginreglunni
hér og skrifa öll orð af þessu tagi með litlum upphafsstaf (nema þegar þau
standa í upphafi málsgreinar næst á eftir punkti, auðvitað).10 Samkvæmt
sömu meginreglu væri þá rétt að skrifa öll orðin sem talin eru í 10. grein
(bls. 679 í Stafsetningarorðabókinni) með litlum staf, eins og þar er gert, en
það leiðir þá af þ ví að þar er í öllum tilvikum um samnöfn að ræða en ekki
sernöfn (sjá líka dæmin í (2ob) hér á undan). Með því móti mætti losna
við þessi loðnu viðmið um áberandi merkingarþætti annars vegar og hverf-
andi hins vegar og gera notendum auðveldara að fylgja reglunum.
4- Sem sagt
Stafsetningarreglur þurfa að vera eins einfaldar og kostur er og íslensk
stafsetning er í raun að ýmsu leyti viðráðanlegri og skynsamlegri en sú
stafsetning sem sumar aðrar þjóðir búa við. En þótt alltaf sé óheppilegt að
^reyta stafsetningarreglum held ég að íslensk málnefnd ætti að taka það til
athugunar að einfalda útfærsluna á reglunum um stóran staf og lítinn. Hér
hafa verið færð rök að því að þær leiðbeiningar sem eru gefnar um túlkun
reglnanna séu óþarflega flóknar og sjálfum sér ósamkvæmar. Eins og er
tíðkast því ýmiss konar ósamræmi á þessu sviði og sumar stofnanir hafa
séð sig knúnar til að taka upp eigin viðmiðunarreglur. Slíkar reglur eru þó
°ftar en ekki byggðar á einhvers konar viðmiðum sem hafa ekkert með
tungumálið sjálft að gera heldur vísa í félagslegar, skipulagslegar og pólit-
lskar aðstæður, enda eru fordæmi fyrir þess háttar viðmiðum í reglunum
eins og þær eru settar fram í Stafsetningarorðabókinni (sbr. það sem áður
10 Hér má aftur vísa til frænda okkar Færeyinga sem skrifa t.d. orð eins og havn-
armaður ‘maður úr Havn (þ.e. Þórshöfn)’ með litlum staf.