Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 148
146
Höskuldur Þráinsson
segir um undirstofnanir og yfirstofnanir, sameiginlega löggjöf, þátttöku í
alþjóðlegu samstarfi o.s.frv.). Allt þess háttar flækir málið um of og gerir
það að verkum að engin tök eru á því fyrir venjulega málnotendur að átta
sig á því hvað liggur að baki. Það er hins vegar mikilvægt að þeir geti það,
eins og Hermann Jóhannesson sagði í þekktri limru á sínum tíma:
því við ritum öll rétt
bara efregla ersett
sem er miðuð við minimalgetu.
Eftirfarandi regla um stóran staf og lítinn er þess háttar:
(21) Stór stafur er ritaður í upphafi sérnafns, lítill í upphafi samnafns
(nema í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti). Sérnöfn má
þekkja frá samnöfnum á því að með þeim má nota sögnina heita (sbr.
Hann heitir Jón, Þetta ráðuneyti heitir Menntamálaráðuneyti) en með
samnöfnum er notuð sögnin vera (sbr. Hann er þingeyingur, Hún er
mennta mála ráðherra).
Þetta er alls ekki ný stafsetningarregla. Þetta er sama meginregla og fylgt
hefur verið í íslenskri stafsetningu um langt skeið. Hún er bara orðuð
skýrar en áður að því leyti að í henni kemur fram vísbending um það megi
þekkja sérnöfn og samnöfn í sundur. Það er m.ö.o. hjálparregla eða þumal-
fingursregla inni í meginreglunni. Það kann að vera álitamál hvers konar
viðbótarreglur menn vilja hafa um þetta efni, en ég sé í raun enga ástæðu
til að hverfa frá þeirri meginreglu að öll sérnöfn skuli rita með stórum
upphafsstaf. Menn gæti aftur á móti greint á um það hvenær ætti að víkja
frá meginreglunni um lítinn staf í upphafi samnafna, t.d. þegar í hlut eiga
samnöfn leidd af sérnöfnum (sjá umræðu í kafla 3.2.2). Til þess að gefa
svigrúm fýrir þess háttar undantekningar mætti auðvitað bæta orðunum
„að jafnaði“ inn í það sem segir um lítinn staf í samnöfnum í (21).
Nú geri ég mér alveg grein fýrir því að í einhverjum tilvikum kann föst
hefð að koma í veg fýrir að meginstefnu ritreglnanna sé fylgt. Annar yfir-
lesaranna benti t.d. á að í raun hétu Islendingar ekki föðurnöfnum sínum
eða móðurnöfnum heldur væru menn Sigurðsson, Sigurðardóttir, Helgu-
son, Erludóttir o.s.frv. Það er væntanlega ástæðan fýrir því að okkur
Islendingum finnst mörgum ankannalegt að kynna okkur á erlendum vett-
vangi með föðurnöfnum (kenninöfnum) eins og Sigurðsson eða Sigurðar-
dóttir eða láta vísa þannig til okkar í fræðiritum og heimildaskrám. Sam-
kvæmt hjálparreglunni væri Sigurðardóttir samnafn en ekki sérnafn og ef
ekkert svigrúm væri gefið til þess að skrifa samnöfn með stórum staf (t.d.