Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 151
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Um hvorugkynsorð
með viðskeytinu -sl(i) í nútímamáli
tengsl -s, - HK1 e-ð sem tengir e-ð saman t> tengsl wiV/i'vagna 2 sjóm. band milli skipa
í sjóorustu I> höggva skip úr tengslum 3 vensl, samband - mál/bragfr. hljóðræn fyrir-
bæri sem sýna mörk orða eða orðhluta l> tengslafyrirbœri — samband, skyldleiki t>
andleg tengsl
tengsli -is, - HK1 tengsl 2 sjóm. ákveðið magn af fiskilínum • bil milli bólfæra á lóðum
3 dýrafr. e.k. teygjubönd sem skeljar (samlokur) eru tengdar saman með bakrandar-
megin 4 iðn./tækni kúpling
Islensk orðabók (2002)
1. Inngangur
i-i Markmið greinarinnar oghelstu niðurstöður
I íslensku er að finna nokkurn hóp sterkra hlutstæðra en einkum þó
óhlutstæðra hvorugkynsorða sem enda á 'sl(i).1 Þetta eru orð eins og t.d.
eymsl eða eymsli (bæði formin skráð í sömu línu í íslenskri orðabók 2002,
hér eftir skammstafað ÍO), skurmsl, vensl og virtsli (svo skráð í sömu heim-
ild). í ÍO má líka finna tengsl og tengsli sem tvær flettur enda merkingin að
hluta til ólík (sjá tilvitnun hér efst á síðunni). Hér virðist því ýmist um það
að ræða að „sama“ orðið hafi tvær birtingarmyndir (-í/-mynd og -sli-mynd,
sbr. eymsl og eymsli) eða þá að tvær myndir sama orðs hafi þróast á svolítið
mismunandi vegu og myndað tvö orð sem eru ekki nákvæmlega sömu
merkingar (sbr. tengsl og tengsli).
1 Greinarhöfundur þakkar ritstjóra ÍM, Höskuldi Þráinssyni, og ónafngreindum yfir-
lesara/yfirlesurum mjög gagnlegar ábendingar. Stofninn í þvi safni orða sem hér er notað
eru ósamsett (kjarna)orð úr beygingarlýsingu íslensks nútímamáls á Orðabók Háskólans
(=OH). Á ritunartíma greinarinnar var Orðabók Háskólans sjálfstæð stofnun en er nú
orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það skal tekið fram að
þegar vitnað er til OH er undantekingalaust verið að vísa til ritmálssafnsins nema annað sé
tekið fram. Kristín Bjarnadóttir starfsmaður OH var greinarhöfundi innan handar við
öflun gagna. Á síðari stigum lagði Bjarki M. Karlsson M.A. líka lóð á vogarskálarnar. Hér
verður jafnframt að geta þeirra starfsmanna OH sem oftlega hafa orðið að liði við leit í
skrám. Þeir eru Aðalsteinn Eyþórsson, Gunnlaugur Ingólfsson og Þórdís Úlfarsdóttir.
Ásta Svavarsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson urðu líka að liði. Öllu þessu fólki er
hér með þökkuð liðveislan.
Islenskl málji (2009), 149-166. © 2009 íslenska málfmðife'lagið, Reykjavík.