Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 152
150
Margrét Jónsdóttir
Sögulega séð er -sl(i) viðskeyti og eru -sl og -sli myndbrigði (allómorf)
þess. Spurningin sem hér verður varpað fram er hins vegar samtímaleg.
Hún er sú hvort sérhljóðið í rót/lokaatkvæði á undan viðskeytinu geti sagt
fyrir um það hvort viðkomandi orð endi eða geti endað á -sl eða -sli í nefni-
falli eintölu eða ekki. Niðurstaðan er sú að það sé hægt að nokkru leyti.
Þannig er ljóst að flest hvorugkynsorð með -í/-viðskeytinu enda eða geta
endað á -sli-, orðin sem enda eða geta endað á -sli eru aldrei með uppmælt
sérhljóð í rót/lokaatkvæði á undan viðskeytinu; þau orð sem alltaf enda á
-sl eru yfirleitt með uppmælt rótarsérhljóð eða þá kringt og frammælt.
Þótt heimildir bendi yfirleitt til þess að -r/-orðin séu eldri og -sli-orðin
þannig leidd af þeim eru þau síðarnefndu nú algengari.
Venjulega er litið svo á að sterk hvorugkynsorð endi í nefnifalli eintölu
á -0 (sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson 1990:85). Það á jafnt við um orðin barn,
skurmsl og sumar sem og d<zmi og vinsli. Það eru sem sé til allmörg (tví-
kvæð) hvorugkynsorð sem enda eða geta endað á -i sem þá tilheyrir stofn-
inum, sbr. dami, ferli, leiti, triffli og víti svo og der(i), eið(i), síl(i) og systkin(i)-
I sumum tilvikum er þetta -i valfrjálst en í öðrum er það orðinn fastur hluti
stofnsins.2 Undir lok þessarar greinar verður sýnt fram á að þetta -/kemur
aðeins fram á eftir rótarsérhljóðum sem leyfa lengri myndina af því
viðskeyti sem hér er til umræðu (þ.e. -í//-myndina). Þarna er því greinilegt
samband á milli, þótt mun meira sé um víxl á milli mynda með og án -/
þegar -5/-orðin eiga í hlut.
Hér verður litið svo á að orðmyndir á borð við eymsl og eymsli séu tví-
myndir eins orðs. Með tvímynd er átt við að eitt og sama orðið er til í
tveimur myndum í skráðum heimildum. I langflestum tilvikum virðast
tvímyndirnar sömu merkingar, sbr. t.d. eymsl — eymsli, kennsl - kennsli,
smyrsl - smyrsli. Það virðist mun sjaldgæfara að afbrigðin hafi þróast í ólík-
ar áttir eins og tengsl - tengsli (sjá tilvitnun í ÍO í upphafi greinar). Það
virðist þó líka eiga við um brigsl - brigsli skv. merkingarlýsingu ÍO (sjá
síðar). Einnig hefur það gerst að annað formið hafi leyst hitt algjörlega af
hólmi. I öllum tilvikum hefur þá orðmyndin sem nú endar á -sli komið í
stað hinnar. Dæmi um þetta er orðið beisli.
2 Dæmi eru einnig um að gamla myndin hafi horfið eins og t.d. nest, nú nesti, eða lin
aðallega í föstu sambandi eins og Lxr í sambandinu slá sér á lœr (sjá Margréti Jónsdóttur
200ób).