Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 153
Um hvorugkynsorð með viðskeytinu -sl(i) í nútímamáli 151
1-2 Um greiningu orða með viðskeytinu -sl
I mörgum orðum er -sl það gagnsætt að telja má það sem viðskeyti frá sam-
tímalegu sjónarmiði. Dæmi um það eru orðin eymsl - eymsli (sbr. aum-) og
þyngsl — þyngsli (sbr. þung-). í öðrum er það ekki jafn ljóst. Dæmi um það
eru t.d. orðin hneyksli og víxl þar sem -sl er upprunalega viðskeyti (sjá
Asgeir Blöndal Magnússon 1989:347, 1149) enda þótt það blasi ekki leng-
ur við. I öðrum orðum er það alls ekki, sbr. t.d. orðin hvísl og jaxl. Hér
verður auðvitað aðeins miðað við þau orð þar sem færa má orðmyndun-
arfræðileg rök að því (samtímaleg eða söguleg) að hljóðasambandið -sl(i) sé
viðskeyti.3
Enda þótt viðfangsefnið sé skoðað samtímalega verður oft leitað fanga
1 eldri heimildum Þær sýna að myndbrigðið -sli er ekki nýtt af nálinni enda
þótt eldri heimildir sýni yfirleitt orð með myndbrigðinu -sl.
Sum -sli-orðin eru fornleg, jafnvel úrelt. Á hinn bóginn eru önnur vel
lifandi og dæmi eru um gömul -i/i-orð sem aukið hafa merkingu sína á
síðari tímum, t.d. tengsli í merkingunni ‘kúpling’. Þá er myndbrigðið alltaf
-sh og einkvæða samsvörunin ekki notuð.
*-3 Um viðskeytið -sl
Viðskeytið -sl í hvorugkynsorðum er ekki á meðal 48 algengustu viðskeyta
1 skrá Eiríks Rögnvaldssonar (1987:5—6).4 Það virðist vera óvirkt í nútíma-
niáli. Þó eru nokkur orð sem elstu heimildir eru um frá 20. öld hjá OH:
hensl(i), beiðsli, reiðsli, e.t.v. hmrnsli (orðin eru öll talin í (2) í 2.2.2 nema
bensl(i) sem er í (1) í 2.2.1); kannski eru þau fleiri. Óvíst er samt að þessi
hmasetning segi alla söguna um raunverulegan aldur viðkomandi orða. En
meðal þeirra orða sem örugglega má telja ung er orðið vinsli en um það eru
heimildir frá miðri 20. öld hjá OH. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:
3 Viðskeytið -sl á sér indóevrópskan uppruna (sbr. Meid 1967:89-90). Asgeir Blöndal
^íagnússon (i989:xvii) segir að -r/-orðin séu leidd af nafnorðum og lýsingarorðin eða dreg-
In af sögnum. Orð með -í/-viðskeytinu eru ekki bundin við íslensku. Úr skyldum málum
013 nefna orð sem samsvara orðinu þrengsl - þrengsli svo sem sænska orðið trangsel og þýska
°rðið Drangsal. í ensku er -i/-viðskeytið ekki sýnilegt lengur. Orðið bridle ‘beisli’ var í forn-
ensku brigdel, eldra form brigdils, sbr. The Oxford Dictionaiy of English Etymology (1966:
jV)- Danska orðið vsrelse sýnir umsnúning viðskeytisins. Sá umsnúningur er upprunninn
1 Vesturgermönskum málum. í tökuorðunum fangelsi og rtykelsi er slíkan umsnúning að
finna (sbr. Alexander Jóhannesson 1927:27).
4 Viðskeytið er einnig í kvenkynsorðum, sbr. t.d. skírsla og greiðsla og er sem slíkt í
s)°unda sæti algengustu viðskeytanna í skrá Eiríks Rögnvaldssonar (1987:7).