Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 155
Um hvorugkynsorð með viðskeytinu -sl(i) í nútímamáli
153
2..2.1 Orð sem enda á -sl og -sli skv. öllum heimildum
(l) Orð Athugasemdir
beisl(i) beisl er fornlegt skv. ÍO og mörgum öðrum heimildum.7
ABM og BIN hafa tvímyndir. AJ segir beisli vera nýmál. VG
hefur aðeins beisli.
bensl(i) ÍO hefur bensli en ÁBM tvímyndir. Dæmin í OH (frá 20.
öld) eru fleiri um bensli. Merkingin er ‘þráður til að vefja um
...’ o.fl.8
brigsl(i) brigsl og brigsli hafa að hluta til ólíka merkingu, sbr. IO (tvær
flettur) og ÁBM (tvö orð, undir brigsl), en hafa þó fallið
saman í máli flestra.9 AJ og JÞi hafa brigsli, VG hefur brígsli.
BIN hefur tvímyndir.
bœgsl(i) BIN hefur tvímyndir, líka IO en þar segir að bagsl sé forn-
legra. ÁBM hefur tvímyndir í nútímamáli en merkir bœgsl
sem fornlegt.
dmgsl(i) ÍO hefur tvímyndir, líka ÁBM og AJ líka; segir dmgsli ungt.
Dæmin í OH eru flest um dmgsli. Merkingin er ‘e-ð þungt í
drætti’ o.fl.
eymsl(i) ÍO og ÁBM hafa tvímyndir, líka AJ sem segir eymsli ungt.
VG hefur aðeins eymsli.
gtynnsl(i) ÍO og BÍN hafa grynnsli en ÁBM tvímyndir. AJ hefur
grynnsli og segir það ungt. í OH eru mörg örugg dæmi um
með AJ en með ÁBM til orðsifjabókar Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989). CV vísar til
orðabókar Cleasbys (1874), GA til orðabókar Guðmundar Andréssonar (1999 (1683)), JÁ
til orðabókar Jóns Árnasonar (1994 (1738)), JÞi til fyrra bindis orðasafns Jóns Þorkelssonar
(1890-1894) en til síðara bindis er vísað með JÞ2 (1894—1897) og VG til Valtýs Guð-
fyundssonar (1922). Fritzner vísar til útgáfunnar frá 1954 en Fritzner (1972) er leiðrétt-
'ogabindið. Með ONP er vísað til netútgáfu Ordbog over det norr0neprosasprog-, útgáfan er
a slóðinni http://www.onp.hum.ku.dk. Með BÍN er vísað til Beygingarlýsingar íslensks
outtmamáls á vef StofnunarÁma Magnússonar í íslenskum fraðum, http://www.arnastofn-
Un-is/. Aðrar skammstafanir hafa áður komið við sögu. Stundum er merkingar oða getið
til skýringar. Skyld orð eru nefnd þyki ástæða til. Tekið skal fram að stafsetningin í dæm-
unurn hefur verið færð til nútiðarhorfs.
7 I Fritzner er beisl fletta. Þar og í ONP gæti þó verið dæmi um beisli-, það má e.t.v.
táða af samsetningum. Hér gæti þó verið um breytingar útgefanda að ræða. Þetta benti
Guðvarður Már Gunnlaugsson á. En breytingin gæti sagt þá sögu að orðmyndin beisli hafi
Verið talin einboðin.
AJ (1927:99) tengir bensl (benzl) ‘bugða, bugur’ við sögnina benda ‘beygja’, sbr. benda
boga.
9 Hjá CV er brigsli á undan brigsl, án athugasemda þó.