Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 157
Um hvorugkynsorð með viðskeytinu -sl(i) í nútímamáli
155
strengsl(i) ÍO og JÞ2 hafa strengsli. ÁBM hefur tvímyndir. Ungt orð
skv. AJ; elsta heimild í OH er frá fyrsta þriðjungi 18. aldar.
Engin óygggjandi dæmi um strengsl í OH. Merking: ‘löng
ræma.
tengsl(i)
vensl(i)
vermsl(i)
víxl(i)
þrengsl(i)
þyngsl(i)
þyrmsl(i)
arsl(i)
axl(i)
tengsl og tengsli hafa að hluta til ólíka merkingu, sbr. ÍO, en
hafa þó fallið saman að einhverju leyti í máli margra. ÁBM
hefur tengsl.
IO og ÁBM hafa vensl. I BIN eru tvímyndir og dæmi um
vensli í OH.
IO og ÁBM hafa vermsl en dæmi um vermsli er í OH. Sjá
versl/vesl í (3) í 2.2.3.
IO, ÁBM og JÞ2 hafa víxl en tvímyndir eru hjá GA og JÁ.
IO hefur þrengsli en ÁBM og BIN tvímyndir. AJ hefur
þrengsli og segir það ungt. Það er þó ekki rétt. I OH er fjöldi
öruggra dæma um þrengsli en eitt um þrengsl.
IO hefur tvímyndir. JÞ2 hefur þyngsli. ÁBM hefur þyngsl.
CV hefur tvímyndir en segir þyngsli nútímamál. I OH eru
tvímyndir.
ÍO hefur þyrmsl en líka vanþyrmsl(i). BÍN og OH hafa tví-
myndir, aðrar heimildir þyrmsl.
ÍO hefur tvímyndir, líka ÁBM sem merkir arsl sem fornlegt.
ÍO hefur tvímyndir, líka ÁBM í nútímamáli og fornmáli.
JÞ2 hefur ðixli\ segir œxl fornmál. CV hefur tvímyndir; segir
1zxli nútímamál.
I rót dæmaorðanna í (1) eru eftirtalin sérhljóð: /í, i, e, ei, æ/. Einhljóðin
eru öll frammælt en líka seinni hluti tvíhljóðanna /ei, æ/ (þ.e. þau eru
f-tvíhljóð). Öll hljóðin eru ókringd.
Enda þótt tilteknar séu heimildir sem sýna að viðkomandi orð hafi
Verið eða sé til í tvímyndum gæti þó verið vafasamt að fullyrða um of um
gildi þeirra. Þannig eru orðin kennsl, vensl, vermsl, víxl og þyrmsl (ósamsett
a-m.k.) líklega oftar en ekki z'-laus, þ.e. þau enda á -sl en ekki -sli. Sam-
kvæmt því kæmi til greina að telja þau með orðunum í í (3) í 2.2.3, en ef sá
flokkur er bundinn við orð sem útilokað er að endi á -sli er auðvitað vafa-
Samt að færa þessi orð þangað á þeim forsendum að það sé sjaldgæft að
þau endi á -sli. Á svipaðan hátt má segja að eftirtalin orð standi nærri þeim
sem eru talin í (2) í 2.2.2 því þau eru mun algengari með lengra viðskeytinu
°g sum mjög sjaldgæf með -sl: beisli, b&gsli, eymsli,grynnsli, hneyksli, meiðsli,
mersli (sjaldgæft), rennsli, skersli (ekki örnefni), skrímsli, strengsli, þrengsli,