Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 158
156
Margrét Jónsdóttir
þyngsli og öixli. Um orðin brigsl — brigsli og tengsl — tengsli gegnir svo
nokkuð sérstöku máli af því að þar hafa orðmyndirnar þróast í ólíkar áttir,
a.m.k. í máli sumra.
2.2.2 Orð sem enda á -sli skv. öllum heimildum
(2) Orð
beiðsli
dengsli
hersli
hmmsli
reiðsli
skírsli
sprengsli
vinsli
tzsli
Athugasemdir
Sjá ÍO. Eitt dæmi, ungt, í OH. Merking: ‘það að ganga,
beiða, vera yxna’.
Sjá IO. Ungt skv. AJ; elsta heimild í OH frá miðri 19. öld.
Skylt dengja.
Sjá IO og OH. Skylt harður og herða. Sjá harsl/hörsl í (3) í
2.2.3.
ÍO hefur hmmsli, líka ÁBM.12 Merkingin vísar til þess sem
er lélegt.
Sjá ÍO, ÁBM og OH (ung heimild). í ÍO er merkingin sögð
vera sú sama og orðsins reiðsla, þ.e. ‘það að reiða e-n’.
Sjá ÍO, merkt fornyrði. í BÍN. Sjá líka ONP. Merkingin er
‘hreinsun’.
Ungt orð skv. AJ; Eitt dæmi í OH, frá miðri 19. öld.
Merkingin er ‘sprunga, rifa, rauf.
Sjá IO. Ungt orð skv. ÁBM sem segir orðið líklega tökuorð
úr dönsku.
Sjá ÍO, merkt fornyrði. í BÍN. Merkingin er ‘æti, matur,
bráð, hræ’.
Rótarsérhljóðin í þessum orðum eru þau sömu og í dæmunum í (1) í 2.2.1-
Orðin eru öll sjaldgæf nema e.t.v. vinsli. Tvö orðanna eru merkt sem forn-
yrði. Það vekur hins vegar athygli að fimm orðanna eru talin eða má telja
ung.
I 2.2.1 var bent á að eftirtalin orð eru sjaldgæf með -sl og í máli sumra
ættu þau því væntanlega heima með orðunum í (2): beisli, bagsli, eymsli,
grynnsli, hneyksli, meiðsli, mersli, rennsli, skersli, skrímsli, strengsli, þrengsh,
þyngsli og tzxli. Heimildir eru þó um öll orðin í tvímyndum.
12
Eitt dæmi er um hr&msl er í OH en kynið er óvíst; ekkert dæmi er um hrötmsli.