Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 161
Um hvorugkynsord með viðskeytinu -sl(i) í nútímamáli
159
Flest eru orðin ósamsett orð en orðin geta líka verið viðskeytt. Þetta vekur
ýmsar spurningar, t.d. þá hvort unnt sé að finna einhverja ástæðu fyrir eða
skýringu á þessari þróun. í því sambandi má benda á það að merking þess-
ara nýju afbrigða orðanna er langoftast sú sama og áður. A hinn bóginn má
geta þess að í sumum tilvikum hefur þessi þróun leitt til þess að til hafa
orðið tvö orð sem eru þá ekki nákvæmlega sömu merkingar, sbr. orðin
tengsl og tengsli sem rædd voru í upphafi.17
3- Niðurstöður túlkaðar
3-i Vensl rótarsérhljóða og myndbrigða -sl'Viðskeytisins
Eins og fram kom í samantektinni í 2.3 eru í rót/lokaatkvæði á undan
viðskeytinu orðanna eftirtalin sérhljóð:/í, i, e, ei, æ, a, u, ö/. Jafnframt
hefur komið í ljós að langflest þeirra orða sem voru til skoðunar enda á
~di eða geta það. Þau sem enda á -sl eingöngu eru oftar en ekki með upp-
otæltu rótarsérhljóði eða kringdu frammæltu sérhljóði, sbr. dæmin í (3) í
2-2.3, en þau sem enda eða geta endað á -sh innihalda frammælt ókringd
sérhljóð, sbr. 2.2.1 og 2.2.2. Dæmin í heild sýna það líka að sé rótarsér-
hljóðið uppmælt er endingin ávallt -sl og aldrei -sli. Þessu má lýsa í grófum
dráttum með eftirfarandi reglum (og er þá osagt látið hvaða stöðu þessar
reglur kunna að hafa í málkerfinu, þ.e. að hvaða leyti þær eru samtímalega
virkar):
(4) Reglur um orðmyndun með viðskeytunum -sl og -sh:
a. Ef rótarsérhljóðið er uppmælt er aðeins notað myndbrigðið -sl.
b. Að öðrum kosti má nota myndbrigðið -sli.
Samkvæmt þessu er meginatriðið það hvort rótarsérhljóðið er uppmælt
eha ekki og -í/i-afbrigðið kemur fram annars staðar (sbr. hugmyndir
Kiparskys 1982 um Elsewhere Condition).
Þrátt fyrir að tilhneigingarnar í dreifingu myndbrigðanna séu Ijósar,
eins og hér er lýst, þá eru þær ekki algildar að öðru leyti en því er varðar
uPpmæltu rótarsérhljóðin. í 1.2 í inngangi var minnst á að rót sterkra
ósamsettra hvorugkynsorða endaði oft á -/. Þetta eru t.d. orð eins og der(i),
ei^0),gren(i), síl(i), skrifl(i), dœmi, ferli, kynni, leitt, triffli og víti-, líka orð eins
°g t-d. sakrament(i)og ogsystkin(i). Hér eru rótarsérhljóðin (eða sérhljóðin
17 í þessu sambandi mætti vísa í hið svokallaða andstæðulögmál Clarks (e. pnnciple of
c°ntrast, sbr. Carstairs-McCarthy 1999:110 o.áfr.), en það varðar m.a. hinar minnstu merk-
Ingarbæru andstæður tveggja morfema.