Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 173
u-hljóðvarp: Regla eða val málnotanda?
171
íslensk börn þegar þau voru fjögurra ára og síðan aftur þegar þau voru sex
ára. Börnunum voru sýnd pör af myndum af tilteknum fyrirbærum og á
fyrri myndinni var jafnan eitt eintak af því sem myndin sýndi en á þeirri
síðari tvö. í prófinu var eintölumyndin gefin um leið og fyrri myndin var
sýnd þegar sú síðari var sýnd áttu börnin að botna setningu með því að
gefa fleirtölumyndina líkt og sýnt er í (6) (fyrirmælin eru einfölduð lítil-
lega hér):
(6)a. [mynd af tjaldi] Hér er eitt tjald.
[mynd af tveim tjöldum] Hér eru tvö-------
b. [mynd af torkennilegu kvikindi] Hér er ein darga.
[mynd af tveim kvikindum sömu gerðar] Hér eru tvær--------------
í prófinu voru bæði raunorð (eins og tjald til dæmis) og bullorð (eins og
darga). í prófinu voru samtals 70 orð, 36 raunorð og 34 bullorð.5 Samtals
189 börn þreyttu prófið bæði þegar þau voru fjögurra ára og sex ára.
Eins og rakið var hér framar hefur því verið haldið fram, t.d. í áður-
nefndum skrifum Eiríks Rögnvaldssonar, að hljóðvarpið tjald — tjöld sé
beygingarlega skilyrt því þar er enginn hljóðvarpsvaldur lengur sýnilegur
en hljóðvarpið panna — pónnur skýrist af hljóðkerfisreglu sem „breyti
stofnlægu /a/ í /ö/ fyrir áhrif frá eftirfarandi /u/ í fleirtöluendingunni.
Þar sem hér ætti að vera um tvenns konar reglur að ræða mætti búast við
því að börn næðu tökum á þeim á mismunandi tímum og þá e.t.v. fyrr á
hljóðkerfisreglunni því hún er væntanlega almennari. Á töflu 1 á næstu
síðu má sjá niðurstöður úr fleirtöluprófinu fyrir þau orð sem eru með /a/
í stofni. Hvorugkynsorðin eru talin fyrst og síðan kvenkynsorðin. Hlut-
fallstölurnar sýna réttar myndir að því gefnu að orðin eigi að hafa /ö/ í
fleirtölu.
Þegar tafla 1 er skoðuð kemur í ljós að hjá fjögurra ára börnum er yfir-
leitt enginn munur á myndun réttrar fleirtölu í hvorugkynsorðum eftir því
hvort um er að ræða raunorð eða bullorð. Eitt orð sker sig þó frá hinum en
það er eina hvorugkynsorðið sem beygist veikt, vaga, sem ætti að fá sömu
fleirtöluendingu og t.d. auga og lunga. Aðeins 5,5% fjögurra ára barna
mynda fleirtöluna vögu (tvö vógu, sbr. tvö nýru). Þessi beygingarflokkur er
mjög lítill, þ.e. til hans teljast fá orð, og það kann að skýra þessa niður-
5 Höskuldur Þráinsson og Sigríður Magnúsdóttir sömdu prófið á sínum tíma. Aslaug
h kíarinósdóttir og Guðrún Sigurðardóttir notuðu einnig þetta próf til þess að kanna fleir-
tölumyndun barna á aldrinum 3,0 — 8,8 ára og gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum í grein
' -ádóm (Áslaug J. Marinósdóttir og Guðrún Sigurðardóttir 1980).