Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 174
172
Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurður Konráðsson
KYN ORÐ 4 ÁRA (N — % (U-HLJV.) 181-187) Ö/ÖLL SVÖR 6 ÁRA (N % (u-HLJV.) = 187-189) Ö/ÖLL SVÖR
HK blað 64,9 120/185 97-4 184/189
HK tjald IO7/187 94,2 178/189
HK glas 64,0 II9/186 98,9 185/187
HK *darm 60,5 II2/185 65,1 123/189
HK *gaf 59>8 HO/184 6l,2 II5/188
HK *kas 56,8 IO4/183 67,0 126/l88
HK *þal 60,9 II2/184 56,9 IO7/188
HK *vaga 5-5 10/182 26,6 50/1886
KVK panna 72.7 136/187 97-4 184/189
KVK *brala 26,5 49/185 65-6 124/189
KVK *darga 27,1 49/l8l 67,0 126/l88
KVK *kraða 32,4 60/185 71-3 134/188
Tafla 1: Öll orð í rannsókn Indriða Gíslasonar o.fl. (1986) þar sem a~ö víxl
geta birst þegar fleirtala er mynduð af eintölu. Bullorð eru stjörnumerkt (*)•
stöðu.7 Þegar börnin eru sex ára bregður svo við að raunorðin þrjú, blað,
glas og tjald, mynda nánast í öllum tilvikum fleirtölu með /ö/. Þetta á alls
ekki við um bullorðin því fleirtölumyndun með M-hljóðvarpi er nánast
óbreytt þegar miðað er við fjögurra ára aldurinn, það er sama hlutfall barna
sem myndar fleirtölu með M-hljóðvarpi þegar þau eru fjögurra ára og þegar
þau eru sex ára. Þetta mætti túlka svo að börnin hefðu lært rétta fleirtölu
raunorðanna en ekki öll lært almenna virka reglu sem þau geta notað til að
mynda hljóðverpta fleirtölu af óþekktum hvorugkynsorðum. Sú regla ætti
samkvæmt áðurnefndum hugmyndum Eiríks Rögnvaldssonar að vera
beygingarlega skilyrt regla en ekki hljóðkerfisregla þar sem ekkert i
hljóðumhverfinu kallar á /ö/. Þess vegna þarf það kannski ekki að koma
svo mjög á óvart að börnin hafi ekki náð tökum á henni.
Þegar litið er á kvenkynsorðin kemur í ljós að mikill meirihluti barna
(72,7%) hefur orðið panna rétt við fjögurra ára aldur og nánast öll þegar
6 Hér eru ýmis tilbrigði til með /ö/ í stofni (vög (15), vögur (25), vöga (3), vögu (l)>
vöggu (1)), samtals 45 dæmi til viðbótar þannig að rúmur helmingur barna samtals er með
/ö/ í fleirtölu.
7 Hann virðist þó ekki alveg lokaður, sbr. tökuorðin firma, pasta, skema og þema (s)a
t.d. Guðrúnu Kvaran 2005:243).