Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Blaðsíða 176
174 Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurður Konráðsson
að ræða, þ.e. að tt-hljóðvarp verkaði aðeins í tilteknum beygingarmyndum
nafnorða, lýsingarorða og sagnorða til dæmis, væri ekki ástæða til að ætla
að það væri virkt í orðmyndun þegar viðskeyti sem inniheldur /u/ væri
skeytt við rót sem inniheldur /a/. Hins vegar ætti M-hljóðvarp sem virk
hljóðkerfisregla að virka í slíkum orðum.8 Könnunin var lögð fyrir 93
nemendur á fyrsta ári í Kennaraháskóla Islands í byrjun desember 2002.
Tafla 2 sýnir niðurstöður hvað varðar orðmyndunina, þ.e. hvort þátttak-
endur mynduðu lýsingarorðið með M-hljóðvarpi eða ekki.
GRUNN- ORÐ u-hljóbvarp % EKKI L/-HLJÓÐV. % ANNAB %
flasa flösugur (87) 93.5 flasugur (4) 4.3 annað (2) 2,2
gras grösugur (66) 71,0 grasugur (27) 29,0 annað (0) 0,0
sag sögugur (51) 54.8 sagugur (36) 38,7 annað (6) 6,5
drafl dröflugur (50) 53.8 draflugur (43) 46,2 annað(0) 1,1
salt söltugur (40) 43,0 saltugur (51) 54.8 annað (2) 2,2
sandur söndugur (30) 32.3 sandugur (62) 66,7 annað (1) 1,1
*tran trönugur (61) 65,6 tranugur (27) 29,0 annað (5) 5-4
*hnat hnötugur (39) 41,9 hnatugur (37) 39.8 annað (17) 18,3
*sar sörugur (37) 39.8 sarugur (47) 50,5 annað (9) 9-7
*vast vöstugur (29) 31.2 vastugur (61) 65,6 annað (3) 3-2
Tafla2: Könnun gerð í KHÍ haustið 2002. Bullorð eru auðkennd með *
og þær hlutfallstölur með feitu letri þar sem mestur munur er á tíðni
hljóðverptra og óhljóðverptra mynda.
Eins og fram kemur í töflu 2 mynduðu þátttakendur samtals 929 lýsingar-
orð. Þar af voru alls 490 eða 52,7% með M-hljóðvarpi en 393 eða 42,3% an
hljóðvarps. Undir „annað“ flokkuðust 46 svör eða 5,0%.
Það fyrsta sem vekur athygli hér er sá tiltölulega litli munur sem er a
tíðni hljóðverptra og óhljóðverptra mynda, 52,5% og 42,3%. Ef M-hljóðvarp
væri lifandi hljóðkerfisregla mætti búast við því að hljóðverptar myndii'
hefðu notið almennrar hylli þátttakenda. Þær eru að vísu talsvert miklu
vinsælli en þær óhljóðverptu í nokkrum tilvikum (sbr. einkum orðin flös'
ugur, grósugur og trönugur) en þær óhljóðverptu eru mun vinsælli þegar
8 Kristján Arnason (1992:7) bendir einmitt á að M-hljóðvarpsleysi í orðum eins og
artugur (*örtugur), sandugur (söndugur) og grasugur (grösugur) er óvænt ef gert er ráð fyr,r
að M-hljóðvarp sé virk hljóðkerfisregla í íslensku nútímamáli. í yfirliti sínu um -«g-°r®
nefnir Gunnlaugur Ingólfsson orðið praktugur (1979:45), en annars virðast öll -//g-orðiu
sem hann nefnir hafa M-hljóðvarp þar sem þess er kostur.