Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 177
u-hljóðvarp: Regla eða val málnotanda?
175
sandugur og vastugur eiga í hlut. Það liggur ekki í augum uppi hvernig
mætti skýra þetta ef M-hljóðvarp væri virk hljóðkerfisregla.
Lesendur geta borið þessar niðurstöður að eigin málkennd og reynt að
meta hvort þeir eru sammála þátttakendum í könnuninni (og höfundum
þessarar greinar) um það að flösugur, grösugur og trönugur hljómi betur en
flasugur, grasugur og tranugur — og þá líka hvort sandugur og vastugur séu
á hinn bóginn eðlilegri en söndugur og vöstugur/ Af einhverjum ástæðum
virðast sum lýsingarorðin kunnuglegri en önnur eða láta betur í eyrum.
Þar getur í einhverjum tilvikum verið um að ræða tengsl við algeng orð
(sbr. að orðið sandur er algengt orð), í öðrum e.t.v. hljóðlíkingu bullorða
við raunorð (sbr. trönugur og rímorðið önugur). En hvað sem ræður valinu
hverju sinni er a.m.k. ljóst að hér eru línur hvergi nærri eins skýrar og ætla
mætti ef «-hljóðvarp væri skilyrðislaus hljóðkerfisregla.
4- Lokaorð
hegar kemur að því að draga ályktanir af þeim niðurstöðum sem hér hefur
verið greint frá beinist athyglin fyrst að því sem fram kom hér að framan
um mun á bullorðum annars vegar og raunorðum hins vegar. I könnun á
fleirtölumyndun barna eru bullorðin annars vegar hvorugkynsorðin darm,
§af, kas, þal, vaga og hins vegar kvenkynsorðin brala, darga, kraða. Fjög-
urra ára börn mynda fleirtölu með /ö/ í u.þ.b. helmingi tilvika (undan-
tekning er orðið vaga, sem hefur aðra beygingu en hin orðin, sbr. umræðu
hér að framan). Þetta út af fyrir sig segir ekki mikið um virkni w-hljóð-
yarps þar sem hæpið mun vera að draga ályktanir af málnotkun barna svo
Suemma á máltökuskeiðinu. En þegar skoðaðar eru niðurstöður úr sams
honar könnun sem gerð var hjá sömu börnum tveimur árum seinna kemur
í ljós, eins og fýrr er greint, að raunorðin, hvorugkynsorðin orð, blað, tjald,
8fas, fá /ö/ í fleirtölu í nánast öllum tilvikum en bullorðin, sem fyrr eru
talin, standa í stað þannig að aðeins helmingur þeirra fær /ö/ í fleirtölu,
rétt eins og var þegar þátttakendur voru fjögurra ára. Af kvenkynsorðun-
um er raunorðið aðeins eitt, panna. Það orð sker sig greinilega úr hvað
Þetta varðar og tilhneigingin vísar í sömu átt.
9 Þegar raunorð eiga í hlut má auðvitað líka gera tiðnikannanir. Þegar þetta er ritað
Sefur netleit með Google eftirfarandi niðurstöður til dæmis: scindugur/sandug/sandugt 9
^®rni; söndugur/söndug/söndugt 45 dæmi. Engin dæmi finnast um flösugur/flasugur og eitt
°tvírætt daemi með grasugur en auðvitað fjöldamörg með grósugur, oftast í hinni hefð-
bundnu merkingu.