Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 186
184
Guðrún Kvaran
á móti komið inn í útgáfuna frá 1983 (s. 523). Þangað fór það líklega fyrir
tilstilli Asgeirs sem vann að viðbótum við nýja útgáfu og orðið er enn í
Islenskri orðabók 2002:814 merkt staðbundið. Eina heimildin um orðið er
því flettan hjá Jóni sem hann hafði úr Skaftafellsýslum.
léna, f.: „Ljena, f. rectius lena, Islandis Skaptafellensibus stragulum clitello
subjectum in dorso eqvi sarcinarii." Hér leiðréttir Jón léna í lena. Hann
segir orðið notað um ábreiðu sem lögð er á hrygg klyfjaðs hests undir klyf-
berann. Sú notkun orðsins þekktist þegar í fornu máli. I Njáls sögu segir
t.d.: „tók hann um nóttina tvá hesta ok lagði á lénur ok fór í Kirkjubœ"
(útg. Einar Ól. Sveinsson 1954:123).
I B1 er lena sem fletta (s. 489) en vísað í Ijena (s. 503) þannig að Jón
hefur vel getað þekkt báðar myndirnar. Merkingin er hin sama og hjá Jóni
en ekki er orðið merkt staðbundið. Nokkur dæmi eru í Rm og benda þau
sem unnt er að staðfesta flest til Suðurlands. Léna er t.d. nefnt í tveimur
orðasöfnum sem Jón Helgason (1960) gaf út. Hið fýrra er skrifað af Einari
Bjarnasyni 1705 en Jón Ólafsson fór yfir það. Hann setti kross framan við
sum orðin en það merkti: „Þad krossada er rett austfirdska“. Við „Liena“
er kross og þar stendur: „Liena, 0 : reidtye af busku, vnder klifiar" (útg.
Jón Helgason 1960:275). Hitt dæmið er úr orðalista sem Rasmus Kristján
Rask skrifaði hjá sér á ferð um landið 1814 og 1815. Þar hefur Rask skrifað
í lista yfir orð „Paa 0sterlandet“: „léna f. melia“ (útg. Jón Helgason 1960:
294).
ABIM nefnir ekki orðmyndina lena en aftur á móti léna í fyrrgreindri
merkingu. Hann merkir hana ekki staðbundna en hins vegar hvorug-
kynsorðið léni ‘hríslur lagðar undir melklyfjar til að hlífa reiðingi’ (s. 555)-
B1 hefur einnig hvorugkynsorðið sem flettu (s. 503), merkir Múlasýslum
og hefur dæmi sitt frá Birni M. Ólsen.
I Tm voru engin dæmi um nafnorðin, aðeins eitt um sögnina að léna.
Það var frá Steinþóri Þórðarsyni á Hala í Suðursveit og ársett 1967. Stein-
þór skrifaði:
Þegar búið var að láta baggana til klakks, „láta upp“ eins og sagt var, þurfti
vanalega að athuga, að ekki nudduðust lurksendar í hestinn, sem baggana bar.
Ef hætta þótti á því voru teknar smá hríslur, hóflegt hneppi og stungið milli
reiðings og bagga til að halda honum frá hestinum. Þetta var að léna.
Við leit í orðasafni Þórbergs Þórðarsonar (Guðrún Kvaran 2006) fannst
seðill með hvorugkynsorðinu léni og annar um sögnina og hafði Þórbergur
skráð Steinþór bróður sinn sem heimildarmann.