Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 187
Staðbundinn orðaforði í orðabókJóns Ólafssonar úr Grunnavík 185
Af því sem fundist hefur virðist nafnorðið léna ekki staðbundið orð
þótt Jón hafi heimild sína úr Skaftafellssýslum.
mélmagi, m. „vocatur Vestmann-eyensibus et circumjacenti populo cibi
genus, e farina et jecore piscino una commistis et pistis atqve ventriculo
piscino qvi kwt-magi dicitur injectis et insertis, mjel-magi er Matar til-
bwningur, af fisk-lifur og mjóli saman stóppudu og lætnu i kwt-maga.“
Jón hefur heimild sína úr Vestmannaeyjum. Engin dæmi fundust í Tm en
nokkur í Rm, mjölmagi, nær öll úr tveimur ritum. Annað þeirra var
islenzkir sjávarhœttir Lúðvíks Kristjánssonar (1980—86) og er af lýsingu
hans að sjá að mjölmagar hafi þekkst víða þar sem róið var til fiskjar. Lýs-
ingin á mjölmaga er svona (Lúðvík Kristjánsson 1980—86, 4:440):
I annan stað voru þeir [þ.e. magarnir] ýmist soðnir með lifur í eingöngu —
lifrarmagar — lifrarslóg eða lifur var blandað saman við rúgmjöl og lifrin þá
mest helmingur en oftast þriðjungur í rúgdeiginu, sem látið var í kútmagana,
þá nefndir mjölmagar — mjölslóg — mélaðir magar.
Ekki kemur fram hjá Lúðvíki hvort mjölmagi sé fremur notað á einum
stað en öðrum á landinu en ekkert bendir til að orðið sé sérstaklega notað
1 Vestmannaeyjum þótt Jón hafi heimild sína þaðan.
workinfœta, f.: „dicitur apud vestmanneyenses pultis genus, ibidem usita-
tum, a jecinore piscino, lacte et farina confectum, giórdr af lifur, miele og
tniölk. Dicitur apud Vestmanneyenses et incolis territorii vel oræ mari-
timæ, qvæ Eyjafjóllum ... subjacent." Eins og fram kemur hjá Jóni er hér
Urn graut að ræða sem gerður er úr fisklifur, mjólk og mjöli. Segir hann
°tðið notað í Vestmannaeyjum og í sjávarbyggðum undir Eyjafjöhum.
Orðið er ekki fletta í B1 en ÁBIM hefur flettuna morkinvtzta og hlið-
armyndina morkinfata (s. 634) og merkir 19. öld. Svo virðist sem hann hafi
ekki rekist á morkinfatu hjá Jóni Ólafssyni og Jón hefur ekki þekkt orðið
worhnvata. Hefur Ásgeir dæmið um morkinvœtu úr vasabókum Björns
Ólsens (sjá undir ketillúða). Bæði orðin tengir hann lýsingarorðinu
Worlann og nafnorðinu v&ta þannig að hann hefur líklegast litið á -fzta
Sern framburðarmynd fýrir -vœta.
Ekkert dæmi fannst í Rm um morkinfatu og aðeins eitt um morkin-
v<ztu. Það var úr Islenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (1980—
^6,4:436): „Endrum og sinnum voru búnar til kökur úr lifur, hrognum og
' ugmjöli — nefndar morkinvæta — sokkinpussur og soðnar í graut.“ Heim-
ild Lúðvíks var úr Hnappadalssýslu.