Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 188
i86
Guðrún Kvaran
I Tm voru nokkur dæmi um morkinvditu, ekkert um morkinf&tu, sem
svör við fyrirspurnum um orðið, og voru þau af Snæfellsnesi, frá Breiða-
firði og úr Bolungarvík. Engar heimildir höfðu borist frá Vestmanna-
eyjum eða af Suðurlandi.
Hugsanlegt er að heimildarmaður Jóns hafi verið Sunnlendingur og
þekkt morkinfœtu. Jón vísar alloft í handritinu til Vestmannaeyja en frek-
ari vitneskja er nauðsynleg til að skera úr um hvort svo hafi verið eða hvort
um misheyrn eða misritun hafi verið að ræða.
móakráka, móakraiða, f.: Um móakráku segir Jón: „mooa-kræka etiam
diciur a qvibusdam herbæ ramosæ, et parum utilis." Um greinótta jurt er
að ræða en orðið lítið notað. Um móakraðu segir hann: „Mooa kræda
herbæ species, idem ac aliis kloowngi. et ni fallor, alio nomine mooa
kræka. Ita eadem herbæ species vocantur in boreali et orientali Islandia.
Orðin eru nefnd undir flettunum kráka og kmða og talin notuð á Norður-
og Austurlandi. Af lýsingu Jóns sést að um jurt er að ræða sem einnig sé
nefnd klóungi. Almenna nafnið er þó klóungur sem er ein tegund fjalla-
grasa. I Rm er hvorki að finna móakráku né móakr&ðu en undir kmða eru
nokkur dæmi um þessa fjallagrasategund. Meðal þeirra er eitt úr Islenzk-
umþjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili (1961:65) þar sem sést að
klóungur og kmða eru ekki sama tegundin: „Grösin eru misjöfn að gæðum.
Bezt eru skæðagrös: næst þeim brekkugrös eða Maríugrös og klóungur;
kræða þótti kostaminnst, en þó vel hafandi í grauta; hún var helzt notuð a
Norðurlandi." I Tm eru tveir seðlar með kraðu í þessari merkingu. Annar
er með heimild frá Vopnafirði en hinn úr Skagafirði. Styðja þessar tvær
heimildir þær upplýsingar sem fram koma hjá Jóni um krœðu (móakraðu)
en hvergi hefur neitt fundist um kráku í þessari merkingu.
mceður, n. ... „uterus fæminæ. Dictum qvasi moodur-idur, viscera matris.
Vox qvibusdam Vestfiodensibus et qvidem in literis hodie usitata." Sam-
kvæmt Jóni er merkingin ‘móðurlíf og orðið notað á Vestfjörðum. Ekki
var það að finna í B1 og engar heimildir fundust í Rm eða Tm. ÁBlM
hefur orðið sem flettu (s. 649) og merkir hana 18. öld, þ.e. að elstu heim-
ildir séu frá þeirri öld. Orðið hefur hann að öllum líkindum úr orðabókar-
handriti Jóns og tengir það réttilega við móðir. Hugsanlegt er að Jón hafí
þekkt orðið úr sínu málumhverfi en frekari heimildir vantar.
nóra, v.: „at noora, nooradi, at noora,... carpere, admordere, vellicare denti-
bus. Occidentalibus Islandis (Breidfiordensibus) valde usitatum. ex. gr. þat