Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 189
Staðbundinn orðaforði í orðabókJóns Ólafssonar úr Grunnavík 187
er allt noorat, 0: admorsum." Merking sagnarinnar er samkvæmt Jóni
‘kroppa, narta, naga’ og segir hann orðið talsvert notað á Vesturlandi, nánar
tiltekið á Breiðafirði (við Breiðafjörð). Sögnin er fletta í B1 en ekki merkt þar
staðbundin. I Rm eru nokkur dæmi um sögnina nóra en engin í þessari
merkingu. Sömuleiðis eru mörg dæmi í Tm en flest eru í merkingunni ‘týra,
loga dauft’. Nokkur eru þó í merkingunni ‘reyta, klípa af, kroppa, naga’. Öll
eru þau frá Vestfjörðum. ÁBIM hefur elst dæmi um sögnina frá 19. öld (s.
673) og hefur því ekki stuðst þar við handrit Jóns. Hann telur sögnina í
rnerkingunni ‘narta, naga ...’ leidda af nafnorðinu nóra í merkingunni ‘smá-
ögn, moli’. Dæmin úr Tm styðja Jón í því að notkunin sé á Vesturlandi.
nóstokkur, m.\ „noo-stockr m. kallast langur og af-mjörr Stockr (gjórdur
optast af Eintrjaning) umm Skagafiórd og Nordurland, sem menn
deingdu Ljaae herda i'. Sumer kalla abusive Moo-stock. frá Eyafióllum og
austar allt á Sijduna æzur, kalla þeir piss-noo, matellam, þad sama sem
Sunnlendingar, Vestfirdingar og Nordlendingar kalla Hland-kollu, ellegar
°g simpliciter Kollu edur Kopp.“
Nóstokkur er fletta í Bl, ekki merkt staðbundin, en móstokkur var þar
ekki. Merkingin er sögð ‘Kpletrug, Essetrug, Smedetrug’ (s. 582). í Rm
eru fáein dæmi um nóstokk, hið elsta frá síðasta þriðjungi 18. aldar, og flest
ór ritum sem segja frá atvinnuháttum. í íslenzkum þjóðháttum Jónasar Jón-
assonar frá Hrafnagili segir t.d. (1961:78): „Annars var herzluvatnið í sér-
stökum stokk, sem hét nóstokkur, og þótti betra að hafa hland saman við
vatnið.“ Sennilega var það fremur síðari liðurinn -nór í pissnór sem varð
kveikjan að því að Jón dró inn í flettuna hlandkollu, kollu og kopp heldur en
að gott hafi þótt að blanda vatnið í nóstokknum með hlandi.
ÁBIM nefnir nóstokk undir flettunni nór (s. 673) og gefur merkinguna
herslustokkur í smiðju’. Þá merkingu hefur Jón Ólafsson einnig við flett-
una nór: „Noor (vel rectius noori), ita dicitur vasculum (qvod alias dicitur
dálitill askr) appellari apud orientales et australes. vijsa. Kallt er mier á klo-
°num, kenni eg þess á Sjoonum, haangir ketill i hoonum, herdtur er ljærr
1 noonum, etc.“ Orðið hefur Jón af Austur- og Suðurlandi um lítið ker.
Nór er fletta í B1 (s. 581) en vísað beint í nótrog (s. 583). Merkingin er gefin
Kpletrug’ eins og við nóstokkur.
Ekkert dæmi var um nóstokk í Tm og því ekki unnt að sannreyna stað-
bundna notkun orðsins.
Per, n.\ „paritas, hinc sine dubio, ut: at liggia undir sama peri, Vestfiorden-
sium loqvendi modus, sed rarior, id est consors esse vel parem sortem