Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 190
i88
Guðrún Kvaran
pati.“ Orðasambandið, sem Jón hefur frá Vestfjörðum, merkir ‘teljast til
sama flokks’ eða eitthvað í þá veru. Það er ekki fletta í Bl. Eina dæmið í
Rm er úr grein í Arsriti Sögufélags Isfirðinga frá 1963 (s. 69): „láta saklausa
eða saklitla undir einu peri liggja eða ófrátekna sem sakaða“. Um er að
ræða 17. aldar tilvitnun til Ara í Ögri. Sama dæmi er einnig á seðli í Tm.
ABIM merkir orðasambandið ekki staðbundið enda við lítið að styðjast.
Hann telur það þó fremur eiga heima undir merkingunni ‘búnaður, farteski’
en ‘tegund, samstæða, par’. Fyrri merkinguna rekur hann til miðlágþýsku
pere ‘taska, ferðamalur’ úr lat. péra úr grísku pérd í sömu merkingu (s. 707).
perra, f.: „obtrusio, ostentatio, vocula Sunn-landis usitata.“ Samkvæmt
Jóni er merkingin ‘ágengni, yfirlæti, gort, raup’ eða eitthvað í þá veru.
Orðið er ekki fletta í Bl. Engin dæmi voru í Rm eða Tm en ÁBIM hefur
flettuna í orðsifjabók sinni (s. 707) en merkir orðið ekki sem staðbundið.
Elsta heimild hans er frá 18. öld, líklegast orðabókarhandrit Jóns. Hann
tengir perra við sögnina pirra ‘erta, stríða’ sem líklegast sé tökuorð. Þar
sem engin önnur dæmi fundust er ekkert hægt að segja um staðbundna
notkun eða dreifingu.
poki, m., poka, f.: „Poki m. Gallus, et poka, Gallina, nomina in Præf.
Rangarvallensi usitata, forte a sono Gallinarum glocitantum, vel ventre
prominulo." Gallus í latínu þýðir ‘hani’ og gallina ‘hæna’ og virðist Jón
þekkja þá notkun eða hafa heimildir um hana í Rangárvallasýslu. Svo virð-
ist sem hann sé ekki að lýsa hænsnum því að hann bætir við að ef til viU
tengist orðið gaggandi hljóði hænsnfugla eða framstæðum kvið. Ekki er
fullljóst hverju hann er að lýsa. I B1 kemur engin merking orðsins poki
heim og saman við þessa og ÁBIM hjálpar hér ekkert heldur. Ekkert dæmi
var í Tm og er því ekkert við að styðjast um staðbundna notkun.
reiðháfur, m.: „hodie Orientalibus ocrea vel caliga eqvitum, septemtrionali-
bus reidsockar“. Samkvæmt Jóni var orðið á hans dögum notað á Austur-
landi um reiðstígvél eða -sokka en á Norðurlandi var talað um reiðsokka.
Reiðháfurer ekki fletta í B1 en undir flettunni háfur er einn merkingarliður
‘strikkede el. vævede Ting af grov Traad, særlig naar Vævningen el. Strik-
ningen er gissen’ (s. 287). Þar er einnig gefin fleirtalan háfar ‘Strömper af
den Slags Vævning’ og við stendur VSkaft. ÁBIM gefur einnig merkinguna
‘sokkur úr grófu bandi’ (s. 298) en merkir orðið ekki staðbundið.
Samkvæmt Islenskri orðabók 2002:542 virðist það einkum fleirtölumyndin
háfar sem notuð er um sokka úr grófu efni.