Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 191
Staðbundinn orðaforði í orðabókJóns Ólafssonar úr Grunnavik 189
Þótt allmörg dæmi séu í RM um orðið háfur var ekkert þeirra um
merkinguna ‘grófir sokkar’ og reiðháfur var ekki fletta. I Tm var ekkert
dæmi um háfí þessari merkingu. Dæmi B1 sýnir að orðið var víðar notað
en á Austurlandi en fleiri traust dæmi vantar til að unnt sé að segja til um
staðbundna notkun.
skjátur, n.\ Við flettuna meis skrifar Jón: „Meis ... Latine qvidem Calathus
dici posset, nisi similior vasi qvod skjaatr vocant Islandi Thingeyenses,
forte convenientius Qvalus.“ Undir flettunni skjátur stendur: „Calathus
seu qvasillus. Vas qvadratum, lanificio inserviens. Vocula in Præfectura
Thingeyensi usitata.“ Jón bendir hér á að meis sé í Þingeyjarsýslum kallað-
ur skjátur. Það skýrir hann síðan nánar þannig að um sé að ræða litla körfu
eða ullarlaup. Þetta sé ferhyrnt ílát sem notað sé við ullarvinnu í Þingeyjar-
sýslu.
í Rm og Tm fundust engin dæmi. ÁBIM hefur skjátur í þessari merk-
ingu (s. 850), elst dæmi frá 18. öld og merkir orðið „S-Þing.“ Heimildin er
að öllum líkindum Jón Ólafsson sem ekki tekur þó fram að orðið sé notað
í suðursýslunni. Ásgeir (1989:850) getur sér þess til að orðið sé skylt skjáta
í merkingunni ‘smáskinn, skinnpjatla’ og skjátti ‘pokasnigill, smáböggull’
og að orðið skjátur sé þá nefnt svo „eftir niðurmjókkandi skásniði eða e.t.v.
af skinnum, þetta hafi verið trégrind klædd skinnum".
Skjáturvar ekki í íslenzkri orðabók 1963 en var orðið fletta 1983 (s. 869)
eins og mörg staðbundin orð úr Tm. Það er merkt með krossi, þ.e. fornt
eða úrelt mál, og merkingin sögð vera ‘einsk. ullarlár’.
skota, v.\ „at skota ... stimulo transfigere. Vestfiordensibus at skota styck-
inn, qvando in olla frusta piscis signandi causa transfigunt piscatores."
Sögnin er sem sagt notuð um að stinga í gegn með priki. Á Vestfjörðum
þekkir Jón að talað sé um að „skota styckinn" þegar fiskimenn merkja
stykkin í potti með því að stinga í gegnum þau.
Ekkert dæmi fannst í Rm í þessari merkingu, ekkert í Tm og B1 hefur
hana ekki sem flettu. ÁBIM gefur merkinguna ‘ýta, hrinda, stjaka við ...’
(s. 857) en merkir sögnina ekki staðbundna. Líklega er það einungis sam-
bandið að skota stykki sem Jón á við en um það hafa ekki fundist fleiri
heimildir.
skrjóður, m.\ „skrjoodr ... australibus Islandis vas amplum et rotundum
calicis instar, et translate eqvus, qvi magnum absumit pabulum." Jón hefur
°rðið skrjóður af Suðurlandi um stórt og hringlaga ílát, eins konar skál sem