Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 192
Gudrún Kvaran
190
glymur í af miklum styrk. Orðið er fletta hjá B1 (s. 742) og hefur hann
heimildina úr orðabók Björns Halldórssonar. Þar stendur (1814:281): ‘vas
amplum, resonans, et stort Kar’.
I Rm er eitt dæmi um skrjóð í svipaðri merkingu og þeirri sem Jón
nefndi, þ.e. um stórt og mikið ílát. Það er fengið frá Arna Magnússyni
handritasafnara (1930, 2:145): „Skriodur. Kaleikur i Skalhollte, kann so
hafa kalladur vered af stærd sinne. Menn kalla þar um plata, stórt ílegu-
mikid ílát: skriod. Skriod: Item hest, sem mikid fódur þarf, translaté.“
Engin heimild var í Tm.
ÁBIM hefur orðið sem flettu í fyrrgreindri merkingu og merkir það 18.
öld. Sú merking gæti hvort heldur sem er stuðst við Arna Magnússon eða
orðabókarhandrit Jóns. Ekkert hefur fundist enn sem komið er um
staðbundna notkun á Suðurlandi.
slaga, f. „incus major, vestfiordensibus in usu.“ Merkingin sem Jón gefur
er ‘stór steðji’ og hefur hann hana af Vestfjörðum. Orðið tengist greinilega
sögninni að slá og nafnorðinu slag, það er steðjinn er eitthvað sem slegið er
á. Orðið vantar í ABIM og engin dæmi eru í Rm og Tm. Hugsanlega hefur
Jón þekkt orðið úr sínu málumhverfi.
tanntúðugur, adj.: „dicax. vocula Sunn-landis usitata“. I orðabók Jóns
Arnasonar biskups, Nucleuslatinitatis, sem gefin var út 1738 (og aftur 1994).
er latneska orðið dicax sagt merkja ‘hakordasamur, kipptugur, kimenn,
Spottskur, havar, opinn-myntur, kieskenn, malugur’ (útg. 1994:53). Hann
notar hvergi í orðabókinni orðið tanntúðugur sem þýðingu sem gæti bent til
þess að hann hafi ekki þekkt orðið. Jón var Dýrfirðingur að uppruna en
lærði í Skálholtsskóla og varð síðar biskup í Skálholti. í orðabókinni lagði
hann sig eftir að vera með sem fjölbreytilegastar skýringar. Tanntúðugur er
ekki flettiorð í orðabók Björns Halldórssonar.
B1 hefur orðið í merkingunni ‘næsvis, uforskammet, stormundet’ (s.
846) og merkir það Arnessýslu en þær upplýsingar hafði hann úr safni
Björns M. Ólsens (sjá undir ketillúða). Orðið er ekki merkt staðbundið í
Islenskri orðabók 1983 en merkingin sögð ‘kjaftfor, snakillur í orðum’.
I Rm voru fimm heimildir, þar af þrjár úr þýðingum Halldórs Laxness
sem ekki nýtast sem heimildir um staðbundinn orðaforða. Halldór skráði hjá
sér orð og orðasambönd víða um land á ferðum sínum og notaði síðan í rit-
verkum sínum þegar vel fór á. í Tm eru tíu heimildir sem svör við fýrirspurn
orðabókarmanna og eru átta þeirra úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Árni
Böðvarsson orðabókarritstjóri tók fram á seðli, sem hann skrifaði, að orðið