Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Qupperneq 193
Staðbundinn orðaforði í orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík 191
væri daglegt mál í RangárvaUasýslu. Eitt dæmi er úr Borgarfirði, og tók heim-
ildarmaður þar fram að orðið væri þar ekki algengt, og eitt er af Austfjörðum.
ÁBIM merkir tanntúðugur ekki sem staðbundið en gefur 18. öld sem
aldur elstu heimildar (s. 1026). Gera má ráð fyrir að hennar sé að leita hjá
Jóni Ólafssyni. Hann telur síðari lið samsetningarinnar vera skyldan nafn-
orðinu túða ‘loftop á þaki; stútur, vör (á könnu)’ (s. 1067) og dregur þá
ályktun af því að fyrir kemur orðið tanntúða ‘hvassyrt og kjaftfor mann-
eskja; langleit kona’. Dreifing orðsins tanntúðugur bendir til að orðið hafi
einkum verið notað á Suðurlandi. Stök dæmi úr öðrum landshlutum koma
oftast að litlu gagni við athugun á staðbundnu orðafari.
tems, n„2. Tems kallast i Skaptafells syslu korn islendskt, þa buet er at
mala þat.“ Orðið er ekki í B1 í þessari merkingu og sama er að segja um
Islenska orðabók 2002. Þar er tems aðeins gefið í merkingunni ‘sems, sein-
læti, hangs; það að borða hægt’ (s. 1576) sem hefur ekkert með kornið að
gera. ÁBIM hefur tems sem flettu, gefur merkinguna ‘malað melkorn’,
merkir hana 18. öld og segir orðið staðbundið og einangrað og upprunann
óljósan (s. 1034). Heimildina hefur hann vafalaust frá Jóni. Hann giskar á
tengsl við miðensku temse og miðlágþýsku temes(e), temse í merkingunni
‘sáld, sía’, og fornháþýsku zemissa ‘úrsældingur’. Orðið væri þá tökuorð, ef
til vill úr miðlágþýsku. Á meðan ekki eru frekari heimildir að styðjast við
verður að líta á orðið sem skaftfellskt.
tismi, m., tisma f.?: „Tisma, masc. gen. vocant incolæ Regionis Skapta-
fellensis fermentum ex frumento Islandico, qvod conficiunt, ut panis deinde
paretur. est islandice Tisma, m. gen. kallast i Skaptafells Syslu deig af
Islendsku mjóle, til Brauds aflat, Er i Skaptafells Syslu so giórest og til
Brauds er ætlat.“ Jón virðist hafa þekkt eða fengið heimildir um karlkyns-
tnyndina tisma þar sem hann tvítekur það kyn í greininni. Jakob Bene-
diktsson skráði dæmið hins vegar undir karlkynsmyndina tismi.
I Rm eru aðeins fjórir seðlar um karlkynsorðið tismi. Elsta dæmið er
fengið frá Árna Magnússyni handritasafnara (1930, 2:249): „Tisme heiter
1 Medallande, miöl og smiör saman hnodad, hvert þeir þad óbakad eta med
þvi korne til forna bakad er til nægiu á sofne, adur enn malad er.“ Tveir
seðlar eru með flettiorðinu tisma. Annað þeirra er úr matjurtabók Eggerts
Ólafssonar, sem gefin var út 1774, og er orðið merkt sem karlkynsorð. Þar
stendur (1774:64): „at dryckiar deigid ósodid er ætt, þat kallast Tisma“.
Ekki er unnt af dæminu að ráða í kynið. Hitt dæmið hjálpar ekkert þar
sem aðeins er skráð á seðilinn: „Tisma“.