Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 194
192
Guðrún Kvaran
I B1 eru bæði kvenkynsorðið tisma og karlkynsorðið tismi tilgreind í
sömu flettunni (s. 858). Orðið er ekki merkt staðbundið og engin heimild
tilgreind. Skýringin er: ‘Br0ddejg (spec. af Melet af Marehalm (elymus
arenaria) blandet með Smör’. Engar heimildir fundust í Tm.
ABIM gefur bæði kvenkyns og karlkynsmyndirnar tisma og tismi (s.
1044). Upprunann telur hann óljósan, orðin séu hugsanlega tökuorð úr
miðlágþýsku désem eða miðháþýsku deisme ‘súrdeig’ en bæði upphafssam-
hljóðið og stofnsérhljóðið komi illa heim við þá skýringu. Heimildin frá
Arna Magnússyni styður hins vegar skaftfellska notkun orðsins.
tólg, f., tólk, n., tólkur, m.: Öll þrjú orðin eru flettur hjá Jóni. Við tólg
skrifar hann: „Toolg. f. sevum ... Sunnlandis, sed Toolkur ... Nordlandis“.
Við tólkur stendur: „Toolkr. Sevum candelarium, Nordlandis, Vestlandis
et Orientalibus masculini generis, sed Sunnlandis toolg, et fæm. generis.
et qvibusdam Vestlandis, seu Occidentalibus, ut in Præfectura Dalensi,
toolk, neutr. generis, ut in Johannis Magnæi Grammatica Islandica Cap.
6.“ Þessi síðari skýring á einnig við um hvorugkynsorðið tólk.
Af skýringunum að dæma leit Jón þannig á að kvenkynsorðið tólg væri
notað á Suðurlandi, karlkynsorðið tólkur á Norður-, Vestur- og Austur-
landi og hvorugkynsorðið tólk á Vesturlandi og í Dalasýslu. Hann vísar í
6. kafla í málfræði Jóns Magnússonar til stuðnings hvorugkynsmyndinni
tólk. Jón Ólafsson hafði undir höndum handrit nafna síns (Jón Magnús-
son 1997:XXXI) sem þá hefur líklegast verið skipt í kafla. Þannig er það
ekki í prentuðu gerðinni og „tölk“ er að finna undir kaflafyrirsögninni
„Neutra Singularia tantum“, þ.e. hvorugkynsorð sem aðeins eru notuð 1
eintölu (Jón Magnússon 1997:80).
I B1 er kvenkynsorðið tólg merkt Suðurlandi, karlkynsorðið tólgur
Norðurlandi, hvorugkynsorðið og kvenkynsorðið tólk Vestfjörðum og karl-
kynsorðið tólkur Norður- og Austurlandi. Heimildir hans koma að mestu
leyti heim og saman við vitneskju Jóns. Reyndar hafði Jón ekki dæmi uffl
karlkynsmyndina tólgur.
Ekki er að fullu unnt at treysta á dæmin í Rm um tólk. Orðið er gefið
upp sem kvenkynsorð en innan um í dæmunum eru hvorugkynsorð eða
kynið sést ekki. Orðtekið hefur verið handritið AM 226 8vo, sem talið er
skrifað seint á 17. öld eða í upphafi hinnar 18., og þar stendur (s. 320):
„tolkr. masc. Nordlendska. tolk neutr. Vestfirdska." Þarna er greinilegt
dæmi um hvorugkyn og þá notkun sem Jón hafði heimildir um.
Staðbundið dæmi um karlkynsmyndina tólkur má finna í áðurnefndu
orðabókarhandriti Rasmusar Kristjáns Rasks (sjá undir léna). Þar stendur