Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 195
Staðbundinn orðaforði í orðabókJóns Ólafssonar úr Grunnavík 193
í listayfir orð „Pæ Nordlandet": „sykurinn, rúgurinn, tólkurinn" (útg. Jón
Helgason 1960:298).
Dæmin í Tm um tólkur styðja dreifingu Jóns Ólafssonar. Orðið er vel
þekkt á Norðurlandi og dæmi voru einnig af Austurlandi og eitt af Vest-
fjörðum. Aðeins eitt dæmi var um hvorugkynsorðið tólk og var það af
Norðurlandi. Ymsir heimildarmannanna tóku fram að kvenkynsmyndin
tólg væri að verða algengust.
ÁBIM merkir ekkert orðanna staðbundið en segir um hinar ýmsu
myndir: „Erfitt er að skýra víxlandi kyn orðsins í ísl. og víxlan Ig og Ik í
orðstofninum, en e.t.v. er hún tengd einhverjum ruglingi í sambandi við
afröddun l-s á undan k“ (ÁBIM 1989:1051).
Af þeim heimildum sem fundist hafa virðist Jón hafa rétt fýrir sér um
dreifingu einstakra orðmynda þótt ekki hafi hann haft vitneskju um þær
allar.
3- Samantekt
Um átta af þeim 29 orðum og orðapörum sem rætt var um hafði Jón heim-
ildir af Vesturlandi eða Vestfjörðum. Þau eru ketillúða, mt&ður, nóra, per,
skota ogslaga, tólk (hvk.) og tólkur. Flest þeirra eru sjaldgæf en væri um við-
bótardæmi að ræða studdu þau staðbundna notkun. Flest orðanna eða orð-
myndanna voru af Suðurlandi, alls fjórtán, krekkja, léna, tems og tisma, tismi
úr Skaftafellssýslum, mélmagi og morkinf&ta úr Vestmannaeyjum, poka og
poki úr Rangárvallasýslu en önnur eru perra, skrjóður, tanntúðugur og tólg.
Af Norðurlandi eru járnlá, móakráka, móakraða, nóstokkur, skjátur úr
Þingeyjarsýslu og tóllcur. Af Austurlandi voru járnbrá, jámblá ef ekki var
um misskilning að ræða, móakráka, móakmða, reiðháfur og tólkur.
Vissulega er í ýmsum tilvikum um litlar viðbótarheimildir að ræða til
að styðja þá staðbundnu notkun sem Jón tilgreindi. Hann safnaði ekki
sjálfur á Islandi og varð að styðjast við þær upplýsingar sem hann fékk frá
öðrum. Nú hef ég farið yfir allt seðlasafnið en aðeins fjallað um hluta
þeirra orða sem Jón hafði heimildir um úr ákveðnum landshlutum. Þau
sem ekki var rætt um bíða þess að fjallað verði rækilega um íslenskan orða-
forða, aldur hans, dreifingu og merkingu.