Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 205
Andmtzli við doktorsvöm Ara Páls Kristinssonar
203
þegar sagt er að útvarpsmál sé talaður texti án nálægs viðmælanda (t.d. 254, sbr.
198). Eg er nokkuð óviss um notkunargildi þessa hugtaks, talaður texti, og hefði
gjarnan viljað sjá nánari útlistun á skilningi höfundar á því og gildi þess: Hvaða
forsendur eða viðmið eru notuð við að flokka texta í talaðan texta og ritaðan texta
og hvaða atriði eru mikilvægust í þeirri skiptingu?
2.3 Um hugtakið málvilla
Þriðja hugtakið sem hér verður tekið fyrir er ein undirtegund breytunnar frávik (135
o.áfr., 157 o.áfr.). Þessi breyta er þrígild, þ.e.a.s. þrenns konar frávik eru könnuð:
A-i Uppfyllingar: hikyrði og endurtekningar
A-2 Glöp: mismæli og óloknar setningar
A-3 Málvillur: „virðast eiga sér einhverjar eðlilegar málfræðilegar skýringar“
(136)
Það er hugtakið málvilla sem hér verður staldrað við. Þetta hugtak er kynnt til
sögunnar á bls. 136—7 og síðan er fjallað nánar um breytuna í 10. kafla (157 o.áfr.).
Ari Páll notar þetta hugtak um nokkuð fjölbreytta tegund frávika, „þar sem vikið
er frá því sem kalla má vandað eða gott mál“ eins og segir á bls. 136.
I fyrsta lagi er þar um að ræða frávik sem fela í sér málfræðilegt ósamræmi sem
er algengt i talmáli þegar fólk fer „fram úr sér“, ef svo má segja, t.d. í setningu eins
°g .»það var fánar um allan bæ og gefið frí í skólum"; af sama toga em atriði sem ekki
samrýmast málvenju eins og óhefðbundin notkun þolmyndar í setningunni „línurit
sem er teiknað á [...] hraðann“ í staðinn fýrir.sem hraðinn er teiknaður á“.
I öðru lagi falla undir þessa breytu óhefðbundin orðasambönd, t.d. „ekki fleiri
skip en raun ber á“ þar sem tveimur orðtökum er slengt saman.
I þriðja lagi falla undir breytuna orð notuð í merkingu sem ekki samræmist hefð-
bundnum málvöndunarkröfum, t.d. „versla vöm“ í merkingunni ‘kaupa vöm’ (136).
Oll þessi atriði, segir höfundur á bls. 136, „virðast eiga sér einhverjar eðlilegar
oiálfræðilegar skýringar en tilheyra þó ekki viðmiði um vandaða íslenska mál-
n°tkun.“ Höfundur segir á bls. 145 að honum hafi ekki hugkvæmst neitt skárra
heiti en málvilla yfir þennan flokk frávika og hann viðurkennir að það sé „e.t.v.
ekki nógu gott“. Hér hefði höfundur ef til vill átt að leggja meira á sig og gera eina
tilraun enn til að finna betra heiti; hann sýnir það nefnilega víða í ritgerðinni að
honum tekst yfirleitt vel að orða hugtök.
En það er þó ekki heitið á þessum frávikaflokki sem er aðalatriðið. Það sem ég
vtl gagnrýna er að fjallað sé undir einum hatti um frávik af þeim toga sem hér um
ræðir. Það dylur nefnilega þá staðreynd, að ég tel, að sum þessara atriða eru
afleiðing þess að textinn er óundirbúinn og mælandinn ýmist (a) byrjar að tala án
þess að hafa hugsað hugsunina til enda eða (b) blandar „í hita leiksins", ef svo má
Seg)a, saman atriðum, t.d. orðtökum. Það er t.d. mjög ósennilegt að mælandinn