Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 207
Andmœli við doktorsvöm Ara Pdls Kristinssonar
205
og jafnvel sýn þeirra á hlutverk sitt. Meðal þess sem hefði verið áhugavert að fá
vitneskju um er annars vegar hvort þeir marka hugsanlega hlutverk sitt með þess-
ari notkun á formúlukenndu orðalagi; og hins vegar hvort þeir styðjast hugsanlega
(þá e.t.v. ósjálfrátt) við formúlukennt orðalag til að spara tíma — þeir þurfa
auðvitað alltaf að vera feti framar en viðmælendurnir og þá tilbúnir tO að spyrja
nýrra spurninga. I neðanmálsgrein nr. 181 í 21. kafla (bls. 225) er síðan á það
minnst að viðmælendur í útvarpi noti mun oftar föst orðasambönd í fréttatímum
en í dægurmálaútvarpi. Höfundur telur sig ekki hafa skýringu á þessu á reiðum
höndum. En mætti e.t.v. hugsa sér það sem skýringu — eða hluta af skýringu —
að aðstæður eru gjarnan formlegri þegar fréttamenn taka viðtöl við fólk en þegar
spjallað er um daginn og veginn í dægurmálaútvarpi? Það virðist a.m.k. sennilegt
að formlegar aðstæður geti kallað á fremur yfirvegað málfar. Og það gæti líka haft
skýringargildi að viðmælendur í fréttum eru sennilega oft vanari fjölmiðlum en
það fólk sem rætt er við í dægurútvarpi; í fréttum er t.d. gjarnan leitað til stjórn-
málamanna eða svokallaðra álitsgjafa.
I 20. kafla er fjallað um orðaval í útvarpsefninu. Ari Páll kallar efni þessa kafla
á nokkrum stöðum „örrannsókn" og leggur á það áherslu að hún eigi einungis að
veita örlitla innsýn í mismunandi orðaval (153, 219, 248). Ég neita því ekki að ég
varð dálítið hugsi yfir þessum kafla. Þarna er greint frá athugun á dæmafjölda
fimm valinna orða, akkúrat, grœja (no.), pása, redda og sirka. Athugunin bendir til
þess að þau tilheyri ekki málfari skrifaðra útvarpsfrétta. Það er auðvitað gagnleg
niðurstaða, svo langt sem hún nær. En ef ég skil rétt þá voru þessi orð valin til
rannsóknar án þess að nokkur sérstök fræðileg ígrundun lægi þar að baki önnur
en tilfinning höfundar og, að mér sýnist, fremur handahófskennt val á orðum sem
teldust talmálsleg (219). Sem áhugamaður um orðfræði hefði ég a.m.k. viljað sjá
umtalsvert veigameiri athugun og skýrari greinargerð fyrir aðferð og vali á orðum.
Eg spyr mig: Hefði e.t.v. mátt sleppa þessum kafla?
21. kafli ritgerðarinnar er um margt athyglisverður. I honum er fjallað um sam-
anburð á málfari þáttastjóra dægurmálaþátta og málfari viðmælenda þeirra, en
þessum tveimur hópum er það sameiginlegt að þeir styðjast ekki við handrit þegar
þeir tala í útvarp.
Ari Páll leggur upp með þá tilgátu að enginn ótviræður munur sé á máli þess-
ara tveggja hópa (221, sbr. 155). í ljós kemur að munurinn á milli þáttastjóranna og
viðmælendanna er í öllum tilfellum nema einu3 of lítill til að vera tölfræðilega
marktækur miðað við þær kröfur sem höfundur setur sér þegar hann prófar til-
gátur sínar (222).4 Þetta þýðir að af tæknilegum og aðferðafræðilegum ástæðum
3 Frávik (þ.e. uppfyllingar, glöp og málvillur) eru marktækt algengari hjá viðmælend-
unum en þáttastjórum.
4 Þær eru að a.m.k. 50% munur þurfi að vera á tíðnigildi einstakra máleinkenna milli
hópanna og að munurinn hverju sinni verði að byggjast á a.m.k. 283 dæmum um viðkom-
andi máleinkenni eða breytu í dæmasafninu. Sjá nánar gagnrýni Helge Sand0y á þetta
utriði í andmælum hans.