Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 210
HELGE SAND0Y
Andmæli við doktorsvörn Ara Páls Kristinssonar
x. Markmið
Markmið Ara Páls í þessari ritgerð er að lýsa „málsniðum tveggja textategunda
íslensks útvarpsmáls“ og „að afmarka, túlka og beita nokkrum mikilvægum
fræðihugtökum á íslenskan efnivið“, eins og sagt er á bls. 9 og annars staðar í rit-
gerðinni (bls. 3,13,14). Ara Páli hefur tekist vel að ná þessu markmiði. Ritgerðin
er til vitnis um víðtæka þekkingu á ýmsum greinum málvísindanna og hann grein-
ir viðfangsefnið með því að beita hugtökum úr textafræði (svo sem málsnið), úr
félagsmálvísindum (svo sem breytileiki, breytur og viðmið) og úr málfræði (svo sem
kjamaf&rsla). Kaflarnir sem kynna þessi hugtök eru yfirgripsmiklir að efni og
mynda stóran hluta ritgerðarinnar og hér beitir Ari Páll fræðihugtökum á íslensk-
an efnivið með góðum, fræðilegum skilningi.
Hlutverk mitt er að ræða ýmis atriði sem eru óljós eða sem hefðu mátt betur fara.
2. Fræðilegt baksvið
2.1. Viðmið og málsnið
Mikilvæg hugtök í rannsókn Ara Páls eru viðmið og málsnið, sem hann skil'
greinir og gefur góð dæmi um úr íslensku málsamfélagi. Ari Páll skrifar langt mál
um hvað felst í hugtakinu viðmið. Hann og við flest höfum gjarna þá tilhneigingu
að láta hrífast af fræðilegum líkönum sem gera okkur kleift að setja fyrirbærin 1
flokka sem bera sérstök heiti. Ari Páll leggur áherslu á það „að breytileiki í mál-
notkun eftir aðstæðum ... er að einhverju leyti kerfisbundinn". Fullyrðinguna um
hið kerfisbundna endurtekur hann oft (bls. 28, sbr. einnig bls. 26, bls. 32 og 5^)-
Ég á mjög auðvelt með að skilja að megináherslan hér sé að kanna hið kerfis-
bundna. En inngangskaflinn fjallar um baksvið rannsóknarinnar og þar má koma
víða við. Viðmið er einmitt hið fræðilega meginhugtak ritgerðarinnar og því hefði
mátt vænta þess að fleiri sjónarhorn hefðu verið dregin inn í umræðuna. Þetta er
eins og að lýsa því hvernig vélar eru byggðar en gera ekki grein fyrir hlutverki vél-
anna. Það kann að vera að Ara Páli finnist ég nú fara út í öfgar en tilgangur mmn
er að undirstrika þær spurningar aðrar sem hann virðist ekki sjá eða a.m.k. taka til
umræðu.
Neðarlega á bls. 60 kemur dæmigerð lýsing:
Gera má ráð fýrir að málsnið í málsamfélögum viðhaldi sjálfum sér í þeirn
skilningi að þegar fólk tjáir sig við tilteknar aðstæður í fyrsta sinn þá grípi Þa^
íslenskt mályi (2009), 208-218. © 2009 íslenska málfrœðifélagið, ReykjavíL