Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 213
Andmœli við doktorsvöm Ara Páls Kristinssonar
211
ar síðar einnig í Jón Hilmar Jónsson (1998), sem leggur áherslu á „den alminnelige
sprákpolitiske holdning i samfunnet" (bls. 52). Málnotkun og afstaða (no. hold-
ntng) manna til máls er reyndar ekki alveg það sama en samt er afstaða í sálfræði
venjulega skilgreind þannig að aðferðir (sem í okkar samhengi er málnotkunin)
séu einn af þremur þáttum í hugtakinu. (Hinir tveir eru hugsun og tilfinning.)
Þetta eru engin fullnægjandi rök þar sem afleiðingin er þegar þáttur ástæðunnar.
Því hefur enn ekki verið bent á nein óháð öfl sem gera Islendinga hlynnta hrein-
tungustefnu í orðum og afstöðu.
Niðurstaða mín er því að okkur hefur enn ekki tekist að skýra ástæðuna.
Staðan í dag er sú að við höfum aðeins góðar lýsingar, en það er önnur saga.
Hér má svo bæta einu atriði við: Á bls. 52 endurtekur Ari Páll formrökin fýrir
hreintungustefnunni. Þau hafa öðru hverju komið fram í umræðu bæði hérlendis
og erlendis, þ.e.a.s. að formið eða málfræðin í íslensku valdi því að erfitt sé að laga
erlend orð að málinu. I því ljósi er athyglisverð sú niðurstaða, bæði í þessari og
öðrum rannsóknum, að það sé mikill munur á ritmáli og talmáli hvað varðar orða-
forðann, enda þótt málfræðin sé sú sama. Allar beygingarmyndir eru eins en samt
er annað málsniðið opnara enn hitt. Þessar niðurstöður eru þannig þversögn eða
mótsögn við formrökin.
Við verðum því að draga þá niðurstöðu um þetta áhugaverða efni að ástæðan
fyrir sérvisku íslendinga sé enn ekki fundin. Þetta er reyndar ekki mikil spurning
1 ritgerðinni en ég nota samt tækifærið að gera þá athugasemd að hér er ögrandi
verkefni í félagsmálfræði að geta spurt nákvæmra og viðeigandi spurninga.
3- Sundurgreining (aðferðir)
3-1■ Breytur ogtilbrigði
Nú skulum við snúa okkur að forsendunum fyrir því að kanna breytileika. Ari Páll
fysir einkennunum þannig á bls. 31 að „Sumir valkostanna tengjast fremur formi en
aðrir fremur merkingu“. Þetta kemur ekki heim og saman við venjulega meginfor-
sendu í félagsmálvísindum sem segir að breytileikinn varði eingöngu formið og að
tilbrigðin séu tengd saman í einni og sömu breytu með því einmitt að hafa sömu
merkingu. Merkingin er fasti, hið óbreytanlega eða stöðuga, og þetta er einkenni
þess að tvö tilbrigði séu tilbrigði af einni breytu en ekki tveimur breytum.
Ari Páll færir einkennið yfir á annað stig og segir á bls. 31 að ávallt sé um sömu
talathöfn (e. speech act) að ræða. Mér finnst ekki auðveldara að ákvarða hvað sé
sama talathöfn en að ákvarða hvað sé sama merking. Nei, frekar erfiðara.
Enn eitt atriði tengist þessu: Ari Páll greinir á bls. 32 breytileikann í þrjár
höfuðtegundir eftir því hvort breytileikinn ræðst
(a) af félagslegum þáttum hjá málnotendum,
(b) af aðstæðum við málnotkun, eða
(c) af málfræðilegu umhverfi.