Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 215
Andmódi viðdoktorsvöm Ara Páls Kristinssonar
213
I öðru lagi freistast lesandinn til að bera saman tölurnar 23,2 og 28,1. En það er
varla rétt vegna þess að fjöldi aðalsetninga miðaður við þessi 1000 orð er ekki sá
sami í þessum tveimur textategundum. Einmitt þetta er mikilvægt vegna þess að
fjöldi aðalsetninga setur takmörk fyrir því hve margar aðaltengingar sé hugsanlegt
að nota í textanum. Þetta má skýra þannig með hugsanlegu dæmi:
Ef fjöldi aðalsetninga í handritsbundnum texta annars vegar er 100 og fjöldi
aðalsetninga í handritslausum er 200 skiljum við að um allt aðra stöðu er að ræða.
I þessu hugsaða dæmi (sýnt í töfluj fýrir neðan) hefði þetta verið afleiðing af því
að lengd aðalsetninganna í handritslausum textum væri að meðaltali 5 orð og í
hinum að meðaltali 10 orð. Þetta þýðir að málnotandi hefur 100 tækifæri að nota
aðaltengingu í handritsbundnum texta en notar 23,2 sem þá er 23,2 prósent. I
handritslausum notar hann 28,1 af 200 tækifærum sem er 14,05 prósent. Niður-
staðan í þessu dæmi væri þannig að hlutfallið væri öfugt við það sem höfundur hér
er með.
HANDRITSBUNDINN TEXTI (1000 orð) HANDRITSLAUS TEXTI (1000 orð)
N Aðalsetningar x/100 a.-setn. N Aðalsetningar x/100 a.-setn.
Með aðaltengingu 23,2 ÍOO 23,2 28,1 200 14,05
An aðaltengingar
Tafla 3: Tilbúið dæmi um notkun aðaltenginga í handritsbundnum og handrits-
lausum texta, sbr. töflu 12-1 á bls. 174.
Rétta hlutfallið á milli þessara tveggja textategunda í efniviðnum í þessari rann-
sókn vitum við ekki vegna þess að okkur vantar upplýsingar um heildarmengið af
aðalsetningum. Fjöldi aðalsetninga er varla helmingi meiri í handritslausum text-
Um, en vísbendingu um að hann sé meiri er að finna í upplýsingum á bls. 203 um
að fjöldi sagnorða í persónuháttum sé nokkru meiri í dægurmálaefni en í fréttum,
þ-e.a.s. 139,2 á móti 115,1 miðað við 1000 orð, og það merkir að tíðni þessara sagn-
°fða er 21% hærri í handritslausu efni. Það er umtalsverður munur! Tíðni sagn-
°rða í persónuháttum er að sjálfsögðu vísbending um fjölda setninga. Gallinn hér
er þannig sá að miðað er við fjölda orða en ekki fjölda aðalsetninga.
Þetta er eiginlega mjög mikilvægt atriði sem varðar spurninguna um hvernig á
að skilgreina breytur. Breytan á í þessu tilviki að vera óháð öllu öðru en því sem
textategundunum kemur við, þ.e.a.s. að við eigum að taka tillit til þess sem er háð
^álfræðinni áður en byrjað er að telja.
Það sem nú hefur verið rætt varðandi tölfræðilega aðferð á líka við um breyt-
Una „aðaltenging á mörkum tónlotna" og á sama hátt ættu færslurnar fram í fyrsta