Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 218
216
Helge Sand0y
Mig langar til að bæta því við að þessi lágmarkskrafa eða þetta annað mark-
tektarpróf er miklu strangara en venjulega prófið og kemur í veg fyrir að unnt sé
að álykta í kannski alltof mörgum tilvikum. Við skulum taka dæmi:
Ef við notum einu sinni enn töflu 12-1 (endurtekin hér fyrir neðan) og gleym-
um nú í bili gagnrýninni sem ég var með um breytuna sjálfa þá má segja að hér sé
um talsverðan fjölda dæma og talsvert mikinn efnivið að ræða, samtals 28.238 les-
málsorð. Hér eru 750 dæmi um aðaltengingu og lágmarksfjöldinn sem höfundur
setur er 283. En vegna þess að í kröfunni felst líka að munurinn eigi að vera a.m.k.
50 prósent er hér ekki leyfilegt að álykta neitt. Ef við notum hér hið venjulega
marktektarpróf væri munurinn á 23,2 prómillum og 28,1 prómilli marktækur á 5%
stigi. Það er reyndar algengt að leyfa sér að draga ályktanir af mun á 5% stigi.
HANDRITSBUNDIÐ HANDRITSLAUST
N x/1000 N x/1000
206 23,2 544 28,1
(Efniviður: Handritsbundið 8.879 + Handritslaust 19.359, samtals 28.238 lesmálsorð.)
Tafla 4: Sbr. töflu 12-1 á bls. 174.
Að mínu áliti hefðu rökin og framsetningin á þriðja hluta ritgerðarinnar, þ.e.a.s. í
rannsóknarhlutanum, verið nokkru ljósari ef höfundur hefði reynt að fjalla um
allar breyturnar á hliðstæðan hátt tölfræðilega.
Að lokum vil ég sýna hvað það er erfitt að vera stefnufastur i þessum málum.
I kaflanum um tónlotur segir höfundur í samantekt sinni á bls. 167: „í hvorugu
tilvikinu nær munurinn 50%.“ Þá ætti samkvæmt grundvallarreglunum ekki að
vera leyfilegt að álykta neitt um samband á milli þeirra breytna sem hér eru
kannaðar vegna þess að niðurstaðan getur verið tilviljunarkennd. En þrátt fyrir
að höfundur hafi sett sér svo strangar kröfur er freistingin of mikil og fimm
línum neðar ályktar hann: „Af því má álykta að tónlotur séu jafnframt enn lengri
eftir því sem lesari er kunnugri textanum, þ.e. að meiri undirbúningur leiði til
lengri tónlotna."
Fleiri dæmi eru um að höfundur sé ekki nógu varkár í orðalagi (t.d. á bls. 163,
193, 226). Tillaga mín er að ræða minna í niðurstöðunum um breytur sem eru
ómarktækar og sleppa súluritunum sem lýsa mun sem kannski er ekki til. Hins
vegar vil ég draga það fram að kafli 23 um heildarniðurstöðurnar er til fyrirmynd-
ar. Það á sérstaklega við um 23.3 sem er frábær og tölfræðilega vel rökstudd lýsing
á málsniði útvarpsfrétta og dægurmálaefnis. Höfundur er varkár og ályktar ekki
án öruggrar undirstöðu.