Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 228
226
Ritdómar
viðurkennir að það sem hann hafi dregið saman sé aðeins úrval þar sem hann hafi
ekki safnað af öllum landsvæðum í báðum löndum. Fyrir honum vakti líka ekki að
sýna fram á nákvæma útbreiðslu tannhljóðsviðskeytisins heldur fremur tilurð
þess.
I kafla 2.1 gerir höfundur grein fyrir þeim hjálpargögnum sem við var að styðj-
ast varðandi bæversku og helstu málfræðiritum. Fram kemur einnig hvaða svæði
rannsóknin nær yfir en það er miðbæverska sem töluð er í Austurríki og Bæjara-
landi næst Olpunum að vestan. Hvað íslensku varðar hafði hann aðeins við að
styðjast athugun Janez Oresniks frá 1971 og viðbót undirritaðrar frá 2006 (Guðrún
Kvaran 2006).
I kafla 2.2 er vikið að önghljóðinu [ð] í íslensku og framburði klasans /egi/.
Töluvert ítarlegri umfjöllun er um hvernig endurgera og skrifa skuli bæversk
fónem sem nauðsynleg er vegna síðari hluta bókarinnar.
Kaflanum lýkur á rækilegu yfirliti yfir skammstafanir sem notaðar eru í verk-
inu. Þessi skrá er nauðsynleg og hefði betur átt heima fremst eða aftast þar sem
fljótlegra hefði verið að slá upp í henni við lestur ritsins.
3. íslenska sagnkerfíð
I þriðja kafla er byrjað á því að sýna beygingarendingar sagna í öllum persónum
eintölu og fleirtölu frá frumgermönsku til nútímaíslensku í framsöguhætti og
viðtengingarhætti. Höfundur bendir réttilega á að margar frumgermönsku og
frumnorrænu endinganna séu umdeildar.
I kafla 3.2 er farið yfir fjóra flokka veikra sagna og bent á að svokallaðar a-
sagnir taki best við viðbótum, þ.e. að sá flokkur sé opnastur allra fjögurra flokk-
anna, m.a. fyrir aðkomuorðum. Þar er t.d. nefnd sögnin fila og sagt að hún merki
‘erotische Zuneigung empfinden’. Eg tel að merkingin sé ekki sérstaklega tengd
einhverju kynferðislegu, jafnvel ekki ef einhver fílar einhvern annan í botn.
Mjög stuttlega er farið yfir sterkar sagnir, bent á að erfitt sé að skipa uppruna-
lega frumnorrænum sterkum sögnum í stærri flokka í íslensku vegna fjölmargra
hljóðbreytinga sem þar hafi orðið.
I kafla 3.3 er höfuðáhersla lögð á ýmiss konar flækjur sem orðið hafa á beyg-
ingarflokkum innbyrðis og er óþarfi að rekja það hér. Höfundi tekst að lýsa því
nokkuð skipulega, fýrst og fremst með erlenda lesendur í huga. Tafla á bls. 26
hjálpar til að fá skýrara yfirlit yfir efnið. í kafla 3.4 er farið fáeinum orðum um það
hvað einkenni beygingar eftir persónu og tölu.
Kafli 3.5 er alllangur og þar er farið yfir hljóðskiptaraðir sterkra sagna. Vegna
efnisins verður höfundur að stikla á stóru. Mér hefði þó þótt ástæða til að taka
stundum varlegar til orða en gert er. Sem dæmi mætti nefna að sagt er að sagnirn-
ar hníga, míga, stíga og síga hafi lagt af sérstakar myndir í framsöguhætti þátíðar í
eintölu, hné, mé, sté, sé. Af þessu mætti skilja að þessar þátíðarmyndir séu ekki
notaðar lengur og á það við sé og mé en síður við hné og sté þótt þær myndir séu