Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 230
228
Ritdómar
í kafla 4.3. rekur höfundur þau vandamál sem við var að glíma varðandi þetta
safn 28 sagna sem hann hafði valið. Þeirra á meðal voru sagnir sem lítið sem ekkert
eru notaðar í nútímamáli eins og geyja og klá. I sama flokk setti hann sögnina
fregna þar sem yngstu viðmælendur hans notuðu aðeins fre'tta. Sjaldgæfar taldi
hann einnig skaka og spýja og ekki höfðu allir heimildarmenn getað beygt þær.
Erfiðleikum olli einnig sögnin heyja vegna tvöfaldrar merkingar. Sama taldi hann
gilda um sögnina Ijá sem annars vegar merki ‘lána’ og hins vegar ‘slá með ljá’. Eg
á erfitt með að trúa að margir heimildarmenn hafi þekkt síðari merkinguna og því
ruglað sögnunum saman. Þá nefnir hann sögnina að vega sem einnig hafi tvær
merkingar og til viðbótar séu báðar merkingarnar að hverfa úr málinu.
I kafla 4.4 er gerð grein fyrir vali heimildarmanna. Þar var lögð áhersla á fæð-
ingarstað, fyrri búsetu og núverandi búsetu, aldur og kyn, menntun og störf og
hugsanleg tengsl við aðra heimildarmenn en alls voru heimildarmenn 82.
I kafla 4.5 lýsir höfundur aðferð sinni. Hann segist hafa notað sambandið þótt
(að) og áttu heimildarmenn að mynda setningar með áðurnefndum sögnum.
Fljótlega kom í ljós að þetta gekk ekki þar sem bæði var hægt að nota lýsingarhátt
nútíðar og þátíðar og valdi hann þá setninguna éghéltaðeirthver... og átti hann þá
von á að heimildarmaður setti inn viðtengingarhátt þátíðar. Það varð þó alls ekki
alltaf raunin þar sem heimildarmennirnir bjuggu til setningar með ég hélt að ein-
hver v&ri að + nh. eða ég hélt að einhver mundi + nh. sérstaklega með sjaldgæfari
sögunum. Af þessu dró höfundur þá ályktun að kunnáttan til að mynda viðteng-
ingarhátt væri á hröðu undanhaldi. Þessi vandkvæði sýna hversu mikilvægt er við
vettvangskönnun að ganga þannig frá efni sem lagt er fyrir að treystandi sé á
niðurstöður. Höfundur kemur að þessu í 4.6 þar sem hann segir frá vandkvæðum
við könnunina. Ekki hafi verið hægt að komast hjá því að mörgum fannst þeir vera
í prófi eða óttuðust að setja inn „rangar“ myndir eða staðbundnar. Austur-Skafta-
fellssýsla var valin til athugunar eins og Oresnik (1971) hafði gert áður en til sam-
anburðar annars vegar Akureyri og nágrenni og Reykjavík.
Yfirlit yfir niðurstöður könnunarinnar er birt í 4.8. Spurningalistarnir sýndu
að myndun viðtengingarháttar þátíðar sterkra sagna með -ð- var einkum á suðaust-
urhluta landsins. Brottflutt eldra fólk af þessu svæði og yngra fólk notar þessar
myndir lítið sem ekkert. Þetta kemur svolítið á óvart þar sem finna má nær allar
þær myndir sem höfundur hafði í huga með leitarvélinni Google á Netinu í alls
kyns textum, t.d. á bloggsíðum og í auglýsingum. I kafla 4.9 heldur höfundur
áfram að flokka og gera grein fyrir einstökum sögnum.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í 4.10. I stuttu máli kemst höfundur
að þeirri niðurstöðu að viðskeytið -ð- í viðtengingarhætti þátíðar sterkra sagna sé
dæmigert fyrir Suðausturland. Heimildir utan þess svæðis voru aðeins um sagn-
irnar deyja, slá og hl&ja á norðvestanverðu landinu og í Reykjavík. Hvað sagnirnar
fela, flá, hefja, ná, sá, sverja, valda, þiggja og þvo varði komi tannhljóðið ekki á óvart
í viðtengingarhætti þátíðar þar sem öll þátíðin hafi tekið upp veika beygingu.
Aftur á móti séu sagnirnar deyja, draga, hhzja, liggja, sjá, slá og vega alveg sérstakar