Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 230

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 230
228 Ritdómar í kafla 4.3. rekur höfundur þau vandamál sem við var að glíma varðandi þetta safn 28 sagna sem hann hafði valið. Þeirra á meðal voru sagnir sem lítið sem ekkert eru notaðar í nútímamáli eins og geyja og klá. I sama flokk setti hann sögnina fregna þar sem yngstu viðmælendur hans notuðu aðeins fre'tta. Sjaldgæfar taldi hann einnig skaka og spýja og ekki höfðu allir heimildarmenn getað beygt þær. Erfiðleikum olli einnig sögnin heyja vegna tvöfaldrar merkingar. Sama taldi hann gilda um sögnina Ijá sem annars vegar merki ‘lána’ og hins vegar ‘slá með ljá’. Eg á erfitt með að trúa að margir heimildarmenn hafi þekkt síðari merkinguna og því ruglað sögnunum saman. Þá nefnir hann sögnina að vega sem einnig hafi tvær merkingar og til viðbótar séu báðar merkingarnar að hverfa úr málinu. I kafla 4.4 er gerð grein fyrir vali heimildarmanna. Þar var lögð áhersla á fæð- ingarstað, fyrri búsetu og núverandi búsetu, aldur og kyn, menntun og störf og hugsanleg tengsl við aðra heimildarmenn en alls voru heimildarmenn 82. I kafla 4.5 lýsir höfundur aðferð sinni. Hann segist hafa notað sambandið þótt (að) og áttu heimildarmenn að mynda setningar með áðurnefndum sögnum. Fljótlega kom í ljós að þetta gekk ekki þar sem bæði var hægt að nota lýsingarhátt nútíðar og þátíðar og valdi hann þá setninguna éghéltaðeirthver... og átti hann þá von á að heimildarmaður setti inn viðtengingarhátt þátíðar. Það varð þó alls ekki alltaf raunin þar sem heimildarmennirnir bjuggu til setningar með ég hélt að ein- hver v&ri að + nh. eða ég hélt að einhver mundi + nh. sérstaklega með sjaldgæfari sögunum. Af þessu dró höfundur þá ályktun að kunnáttan til að mynda viðteng- ingarhátt væri á hröðu undanhaldi. Þessi vandkvæði sýna hversu mikilvægt er við vettvangskönnun að ganga þannig frá efni sem lagt er fyrir að treystandi sé á niðurstöður. Höfundur kemur að þessu í 4.6 þar sem hann segir frá vandkvæðum við könnunina. Ekki hafi verið hægt að komast hjá því að mörgum fannst þeir vera í prófi eða óttuðust að setja inn „rangar“ myndir eða staðbundnar. Austur-Skafta- fellssýsla var valin til athugunar eins og Oresnik (1971) hafði gert áður en til sam- anburðar annars vegar Akureyri og nágrenni og Reykjavík. Yfirlit yfir niðurstöður könnunarinnar er birt í 4.8. Spurningalistarnir sýndu að myndun viðtengingarháttar þátíðar sterkra sagna með -ð- var einkum á suðaust- urhluta landsins. Brottflutt eldra fólk af þessu svæði og yngra fólk notar þessar myndir lítið sem ekkert. Þetta kemur svolítið á óvart þar sem finna má nær allar þær myndir sem höfundur hafði í huga með leitarvélinni Google á Netinu í alls kyns textum, t.d. á bloggsíðum og í auglýsingum. I kafla 4.9 heldur höfundur áfram að flokka og gera grein fyrir einstökum sögnum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í 4.10. I stuttu máli kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að viðskeytið -ð- í viðtengingarhætti þátíðar sterkra sagna sé dæmigert fyrir Suðausturland. Heimildir utan þess svæðis voru aðeins um sagn- irnar deyja, slá og hl&ja á norðvestanverðu landinu og í Reykjavík. Hvað sagnirnar fela, flá, hefja, ná, sá, sverja, valda, þiggja og þvo varði komi tannhljóðið ekki á óvart í viðtengingarhætti þátíðar þar sem öll þátíðin hafi tekið upp veika beygingu. Aftur á móti séu sagnirnar deyja, draga, hhzja, liggja, sjá, slá og vega alveg sérstakar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.