Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 231
Ritdómar
229
að því leyti að hvergi í beygingunni annars staðar en í viðtengingarhætti þátíðar
séu merki um áhrif veikra sagna. (Þarna hefði mátt minnast á að deyja gat beygst
veikt að minnsta kosti þegar á 16. öld og síðar.) Hljóðskiptamyndir þessara sagna
geta tekið hljóðvarpi og því sé tannhljóðsviðskeytið i raun óþarfur þáttur. Hann
hafnar þeirri hugmynd að tannhljóðið sé eins konar fylling í gap milli og pers-
ónuendingarinnar (t.d. dðL-i > dœðí) eins og bent hafi verið á. Þá hefði mátt búast
við slíkri fyllingu víðar. Hvað sagnmyndirnargneJ; og mdi varðar, sem komu fram
i könnuninni sem viðtengingarháttur þátíðar af gróa og róa, er ekki hægt að taka
undir að ekki sé um hljóðvarp að ræða en höfundur hefur eftir Oresnik (1971) að
z'-hljóðvarpið ó > & sé ekki lengur virkt í íslensku.
5. Bæverska sagnkerfið
í 5. kafla hefst lýsing á bæverska sagnkerfinu. Þar verður farið fljótar yfir sögu þar
sem undirrituð hefur ekki þekkingu á bæverskum mállýskum og getur því aðeins
stuðst við lýsingu höfundar.
Bæverska sagnkerfið er ólíkt því íslenska. Þar er ekki greint á milli mismun-
andi tíða í sjálfri beygingunni þar sem þátíð framsöguháttar er ekki lengur notuð
og nútíð getur því ekki án andstæðunnar þátíðar verið aðgreinandi um tíma. Að-
greining innan kerfisins verður þar af leiðandi aðeins við það hvort um er að ræða
framsöguhátt, viðtengingarhátt eða boðhátt.
í kafla 5.1 er beygingarflokkum í bæversku lýst á sama hátt og þeim íslensku
áður, fyrst sterkum sögnum og hljóðskiptum þeirra en síðan veikum sögnum i 5.3.
Þá er i 5.4 sagt frá sérkennum og takmörkunum við myndun viðtengingarháttar
og í 5.5 er fjallað um rótarsagnir. í 5.6 er núþálegum sögnum gerð ítarleg skil.
Höfuðáhersla er lögð á myndun viðtengingarháttar, annars vegar með viðskeytinu
-f- og hins vegar með -ad. Kafli 5.7 fjallar um hjálparsagnirnar hámm ‘hafa’, wem
‘verða’ og doa ‘gera’ og þátt þeirra í myndun viðtengingarháttar og í 5.8 er rætt um
samsettan viðtengingarhátt. Sú notkun er hin algengasta, einkum er varðar fleir-
kvæðar sagnir. Þá er notaður viðtengingarháttur af doa að viðbættum nafnhætti. I
kafla 3.9 er sýnd tíðnitafla yfir myndun viðtengingarháttar tólf sagna i Neðra-
Bæjaralandi (Niederbayern), níu sterkra sagna og þriggja veikra. I 5.10 eru niður-
stöður dregnar saman en í 5.11 bregður höfundur sér yfir til Austurríkis og sýnir
dæmi um að sá viðtengingarháttur sem hann er sérstaklega að athuga geti komið
þar fram í töluðum eða rituðum textum sem hafa á sér talmálsblæ. Sýnd eru fjög-
ur dæmi. Safna þyrfti mun fleiri dæmum til að draga af þeim ályktanir um
almenna notkun og dreifingu hennar. Eitt dæmið var frá rithöfundinum Thomasi
Bernhard, sem var meistari í að leika sér með tungumálið, og annað var t.d úr
auglýsingu um fótboltaleik.
Höfundi tekst einkar vel í þessum kafla og næsta að setja lýsingu á nokkuð
flóknu efni fram á skilmerkilegan hátt þannig að lesandi, sem ekki hefur áður