Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 232
230
Ritdómar
kynnst bæverska sagnkerfinu, getur tiltölulega auðveldlega áttað sig á hvernig það
er byggt upp og hvaða breytingar hafa helstar orðið.
6. Uppruni bæversks viðtengingarháttar
Höfundur telur mikilvægt að skýra þrjú fyrirbæri í bæverskri málsögu: (1)
viðskeytið -ad- við myndun viðtengingarháttar og hægfara brottfall hljóðskipta og
hljóðvarps sterkra sagna; (2) hina sterku stöðu viðtengingarháttar II (Konjunktiv
II)-, (3) upphaf ítáíf-viðtengingarháttar (af doa), hins svokallaða viðtengingarháttar
III, og hvernig hann smám saman ýtti brott viðtengingarhætti II. Þetta eru meg-
inviðfangsefni 6. kafla sem höfundur gerir itarleg skil. Hér er hann á heimavelli
og hefur úr mun meira efni að moða en við athugunina á d-viðtengingarhætti
sterkra sagna í íslensku. I kafla 6.1 lýsir hann þeim breytingum á sérhljóðakerfi
fornháþýsku sem urðu við hljóðbreytingar í miðháþýsku, brottfalli hljóða í bak-
stöðu og brottfalli hljóða inni í orðum. I kafla 6.2 er rætt um breytingar á viðteng-
ingarhætti í bæversku við það að viðtengingarháttar nútíðar fer að tákna mögu-
leika (Konjunktiv I) og viðtengingarháttur þátíðar eitthvað óraunverulegt
(Konjuntiv 11 (Jrrealis)) eftir að aðgreining nútíðar og þátíðar féll brott. Einnig er
fjallað um þátíð og hvernig kom til brotthvarfs hennar sem tímaþáttar. Kafli 6.3 er
einföld tilraun til að setja þær breytingar innan kerfis veikra sagna í tímaröð sem
fjallað var um í 6.2. Kafli 6.4 er nokkuð ítarleg umfjöllun um hvernig ákveðnar
sérhljóðabreytingar styrkja aðgreiningu framsöguháttar og viðtengingarháttar til
viðbótar við flíi-viðskeytið. I 6.5 er farið í upphaf þeirrar breytingar á viðtenging-
arhætti sterkra sagna að mynda hann með tannhljóðsviðskeyti. Þessi breyting
kemur þegar fram á 17. öld eftir að viðskeytið -ad- hafði fest sig í sessi í veikum
sögnum sem einkenni viðtengingarháttar og gildir brottfall tímaþáttar nútíðar og
þátíðar sem terminus post quem. Höfundur telur að bæverska hafi þá verið á
svipuðu stigi við endurgerð sagnkerfisins og íslenska sé nú hvað snertir d-viðtcng-
ingarhátt sterkra sagna, eins og hér er sýnt í töflu 1.
BÆVERSKA ÍSLENSKA B EYGINGARF LO KKU R
Frsh. þát. trug-0 dró-0 sterk beyging (hljóðskipti)
Vth. þát. trag-t-e dræ-ð-i veik beyging (tannhljóðsviðskeyti)
Tafla 1: Viðtengingarháttur þátíðar í bæversku og íslensku.
Hann vill ekki spá fyrir um frekari þróun íslenskunnar en telur þó að það komi á
óvart að breytingin komi að hluta til fram í sögnum af sömu rót í báðum málum:
sjá/seng, slá/schláng, draga/dráng. Þetta hefði ef til vill mátt skýra betur. I köflum
6.6—6.9 er rakin þróunarsaga þessa nýja viðtengingarháttar sterkra sagna í
bæversku, fjallað um hvernig dregur úr myndun gamla viðtengingarháttarins, um
orsakir brotthvarfs þátíðar og um upphaf samsetts viðtengingarháttar.