Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 235
Þórunn Blöndal. 2005. Lifandi mál. Inngangur að orðrœðu- og samtalsgrein-
ingu. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands, Reykjavík. 159 bls.
1. Inngangur
Bók sú sem hér segir frá er tímabær. Þótt málfræði standi hér á gömlum merg, og
megi e.t.v teljast býsna öflug sem fræðigrein, hafa einstakir þættir tungumáls og
málnotkunar eða málhegðunar legið óbættir hjá garði. Svo er um þau efni sem hér
er fjallað um en bókin greinir, eins og segir í undirtitlinum, frá rannsóknum og
umfjöllun um orðræðu og samtöl.
2. Orðræða
Hugtakið orðræða hefur numið hér land sem þýðing á enska orðinu discourse og
orðræðugreining (e. discourse analysis) er þá greining á því fyrirbrigði. Þótt þetta
íslenska orð sé dálítið staglkennt eða tátólógískt virðist ekki hafa fundist annað
hentugra til að fjalla um það hvernig samfélag og einstaklingar ræðast við í víðum
skilningi eða tjá sig hver við annan. (Annað orð sem kemur í hugann er einfaldlega
samr&ður en einnig tekur þetta til almennrar umfjöllunar í samfélaginu. I þess
konar opinberri umræðu eða orðræðu verða sífellt til ný hugtök með nýrri merk-
ingu, eins og hugtakið hrun í orðræðu dagsins í dag.)
Nýjungin sem fitjað er upp á með þessari bók í íslenskri málfræðiumfjöllun er
sú að hugað er að því hvernig málið er notað, með hvaða hætti menn tjá sig, en ekki
er einblínt á forrnin. Hvert er innihald þess sem sagt er og hver er tilgangurinn
með „orðræðunni" og hvaða aðferðum er beitt til að koma boðum og áhrifum
manna á milli? Viðfangsefnið er það sem sagt er eða skrifað, textinn, segðimar og
samtölin, og að svo miklu leyti sem málformin eru skoðuð er það ekki bara sem
form heldur hugað að hlutverki þeirra.
Islendingar, bæði fræðimenn og alþýða, hafa haft mikla tilhneigingu til að
horfa fram hjá hlutum af þessu tagi, horfa á formið frekar en innihaldið. Til eru
sögur af málfræðingum og málvöndunarmönnum sem missa alveg af skilaboðum
vegna þess að þeir eru svo uppteknir af því að huga að formi þess sem sagt er, t.d.
hvort orðin eru „hrein íslenska“ eða slettur. I umræðu um málrækt og málstefnu
kemur þetta fram í því að athyglin beinist að einstökum atriðum í formi en menn
gleyma þá stundum að huga að því að tungumálið er lifandi miðill og fyrst og
fremst til þess ætlaður að koma boðum frá manni til manns. Athugasemdir og
umkvartanir sem hlustendur gera vegna útvarpsmáls snúast sjaldnast um það að
íslenskt mál^i (2009), 233-240. © 2009 íslenska málfmðifélagið, Reykjavík.