Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 237
Ritdómar
2-35
3. Boðskipti
I fyrsta hlutanum (Orðmðugreiningu) er, eins og nafnið bendir til, gerð tilraun til
að lýsa því hvað felst í orðræðugreiningu sem aðferð til að skoða mál og málnotk-
un. Þar segir meðal annars (bls. 17) að orðræðugreining falli undir félagsleg mál-
vísindi og síðan kemur útlistun á því að annars vegar sé hægt í slíkum vísindum að
leggja áherslu á félagslega þáttinn, t.d. fjalla um málstefnu, „heilbrigði tungumála"
og viðhorf til tungumála. (Hér er líka oft talað um félagsfræði tungumála, e. socio-
logy of language.) Hin hliðin á félagslegum málvísindum, sú sem leggur áherslu á
það mállega (hefur líka verið kölluð félagsmálffæði, e. sociolinguistics), hýsir
orðræðugreininguna að mati höfundar. Að sögn hennar fjalla félagsleg málvísindi
af þessari gerð um orðræðu og samtöl, um „ósamræmi milli þess sem sagt er og
merkingar", eins og þegar spurnarsetningin Geturðu rétt mér saltið? er notuð sem
beiðni eða skipun. En einnig fjalla félagsleg málvisindi að sögn um breytileika í
máli, mállýskur og félagslegan og kynbundinn málfarsmun.
Það er að vísu rétt að orðræðugreining snýst meira um félagslega þætti en t.d.
svokölluð málkunnáttufræði. Hins vegar er vafamál hvort útlistun höfundarins á
þessu öllu saman komi til skila megininntaki og tilgangi margumræddrar orð-
ræðugreiningar. A bls. 19 segir reyndar að orðræðugreining „[falli] undir virkni-
málfræði (e. functionalism)“. Og á næstu síðu segir að virknimálfræði sé andstæða
við hefðbundna formlega málfræði „sem einkum fæst við að lýsa tilteknum ein-
ingum málsins í einangrun". Einnig segir að „orðræðugreining [sé] alltaf virkni-
miðuð svo og allar hennar undirgreinar. Viðfangsefnið snýst fýrst og fremst um
val eininga“. Hér finnst mér að kjarninn komist ekki nógu vel til skila. Tengingin
við félagsleg málvísindi á að vísu rétt á sér að því leyti að orðræðugreining hlýtur
að fást við notkun málsins í samfélaginu en það sem fýrst og fremst er horft á í
greiningu á orðræðu eru boðskiptin, það hvernig málformunum er beitt til að
koma skilaboðum frá einum manni til annars og í samfélaginu í heild. Hvernig
gegnir málið, textinn, því hlutverki að koma skilaboðum á milli manna?
En þótt lýsing höfundar á þeirri nálgun sem orðræðugreiningin byggist á sé
e.t.v. ekki alveg nógu markviss eða skýrt orðuð að mínu mati verða ýmiss konar
dæmi og tengingar, sem notaðar eru, til þess að umfjöllunin nær markmiði sínu að
mestu. Réttilega er bent á að það sem nú er kallað orðræðugreining sé í raun og
veru ekki ný fræðigrein heldur sé hún afsprengi mælskufræðinnar (lat. rhetorica),
eins og hún var skilgreind í fornum lærdómi. Mælskulistin snerist um það að
greina það og kenna hvernig ná megi áhrifum með því sem sagt er og hér er vissu-
laga komið í nágrenni við stílfræði og fagurfræði ritaðs og talaðs máls (þ.m.t.
óðfræði eða póetík).
I bókinni eru tekin dæmi af því hvernig mismunandi textar eru stílaðir og
hvernig orð eru valin, neikvæð eða jákvæð, til að lýsa sama hlutnum, hvers vegna
er talað um að „afstýra þjóðaratkvæðagreiðslu" eins og hún sé eitthvert slys?
Einnig segir frá því að talaðir og ritaðir textar lúta ólíkum lögmálum, einnig