Ritmennt - 01.01.1997, Side 26

Ritmennt - 01.01.1997, Side 26
ÖGMUNDUR HELGASON Sigmundur Matthíasson Long (1841-1924). Páll Pálsson (1806-77). RITMENNT sendi til dæmis bandarísk kona safninu annál forföður síns frá fyrri hluta 19. aldar, en nú var svo komið að hvorki hún né aðr- ir lifandi afkomendur gátu lesið íslenskuna. Vitnar þetta á hinn bóginn um þann hug sem borinn er til lands forfeðranna. Astand og meðferð handritanna Handritin bera flest þess merki að hafa verið misjafnlega hand- leikin, oft í slæmum húsakynnum, áður en þau bárust safninu. Þau sem verst eru farin eru að kalla rifrildi eða stórskemmd af raka eða fúa og óhreinindum. Á síðustu öld vann Páll Pálsson stúdent mikið starf - og síðar aðrir allt fram á þessa öld - við að binda margvíslegt handritaefni og jafnframt að viðgerðum á handritum sem aðallega fólust í því að líma styrktarræmur við kjöl eða á jaðra illa farinna blaða. Er jafnt um að ræða handrit Landsbókasafns, sem og þeirra er keypt voru undir eða um aldar- lok af Jóni Sigurðssyni og Bókmenntafélaginu. Hafa þessi störf verið unnin af góðum hug og umhyggju fyrir þessum menning- arverðmætum, en nú líta kunnáttumenn um slíkar viðgerðir svo á að sennilega væri betra að flest af þessu tagi hefði verið látið ógert. Handrit sem eru mikið notuð verða fyrir rneira hnjaski ef þau eru bundin á venjulegan hátt, vegna þess að þá verður átak- ið við flettingar meira á blöðin og ef erfitt er að lesa textann niðri við kjölinn þarf gjarnan að þrýsta niður á miðjuna eða beita ann- ars konar þvingun til að ná því sem þar stendur. Getur bókin þá meðal annars orðið fyrir þeim skaða að blöðin rifni eða brotni, ekki síst við límröndina. Þetta gildir einnig vitaskuld annars staðar en inni við kjölinn. Lím er einnig óæskilegt af fleiri ástæðum og kann að skemma út frá sér, jafnvel svo að textinn eyðist undir viðgerðarræmunum. Má fullyrða að tiltölulega lítið hnjask eða notkun á mörgum illa förnum handritum hafi orðið þeim besta vörnin til varðveislu fram á þennan dag. Á síðustu árum hefur verið reynt að hlífa ýmsum mest not- uðu handritunum með því að ljósmynda þau á myndastofu safnsins. Þá er þcss jafnframt að geta að fleygt hefur fram allri verktækni á sviði handritaviðgerða, og naut handritadeild góðs af viðgerðastofu Þjóðskjalasafns gegn bókbandsvinnu af hálfu Landsbókasafns á síðustu sambýlisárum safnanna í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.