Ritmennt - 01.01.1997, Qupperneq 31
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS 150 ÁRA
safni Jóns Sigurðssonar öllu raðað upp af nýju, meðan Pálrni Pálsson var
starfsmaður safnsins, með hliðsjón af afhendingarskránni, það sem hún
náði, það tölusett og um það búið svo vel og með svo litlum kostnaði
sem verða mátti. Og sarna er að segja um handrit sjálfs Landsbókasafns-
ins, þau er Jón Arnason hafði eklci skrásett... raðaði Pálmi, meðan hans
naut við, tölusetti þau og bjó til uppkast að skránum, en Hallgrímur
Melsteð hrcinskrifaði flest af upplcöstunum í bækur. Að Pálma förnum
frá safninu ... tók eftirmaður hans, Jón Jacobson, við þessu verki ...10
Jón telur enn upp nokkra menn sem komu að þessu verld,
hver eftir annan um skamman tíma, uns Páll Eggert Ólason hóf
að vinna að höfuðhandritaskrá safnsins, sem síðar kom út í
þremur bindum, eins og hér verður rakið.
Á árunum 1889-1900 skráðu þeir Kristian Kálund íslensk
handrit í Árnasafni og öðrum söfnum í Kaupmannahöfn og Vil-
helm Gödel í Stokkhólmi. Notuðu þeir í grundvallaratriðum
sömu skráningaraðferð sem kennd er við Wolfenbuttelsafnið í
Þýskalandi, þar sem liandritunum er meðal annars raðað eftir
stærðum svo slcápar eða geymslurými þeirra nýtist sem best, en
er annars nánar lýst bæði hér í kaflanum næst á undan og aftar í
þessum kafla. Við útgáfu þessara skráa varð mjög augljós sá
skortur sem var á handritaskráningu hér heima, auk þess sem
eldri skrárnar væru tæpast fullnægjandi í samanburði við skrár
þeirra Kálunds og Gödels. Fé til skráningar lá ekki á lausu, og
þegar landsbókavörður gerði tillögur um breytingar árið 1912 á
fjárveitingum til safnsins í fjárlögum um árin 1914 og 1915 not-
aði hann tækifærið til að brýna fjárveitinganefnd á því að
skammt væri til hundrað ára afmælis safnsins, svo tími væri til
kominn að sýna stórhug í skráningarmálunum:
En tilfinnanlegust af öllu er þó vöntunin á vísindalegri slerá (sys-
tematisk Katalog) yfir handritasafnið, þessari gullkistu fyrir íslenzkan
sagnafróðleilc, kveðskap o.fl., sem enn er hálfhulinn fjársjóður þeim,
sem nota vilja. Kærkomnari afmælisgjöf gæti því safnið ekki fengið en
þá, að þingið nú veitti sérstakt fé í fjárlögum til þessa starfa ...u
Páll Eggert Ólason, sem starfað hafði meðal annars við upp-
skriftir handrita í Landsbókasafni og Kaupmannahöfn, vissi
manna best hvílíka nauðsyn bar til að skrá handritasafnið og
10 Jón Jacobson. Landsbókasafn íslands 1818-1918, bls. 175.
11 Sama rit, bls. 240-41.
Páll Eggert Ólason
(1883-1949).
Lárus H. Blöndal (1905- ).
27