Ritmennt - 01.01.1997, Page 73
RITMENNT
ANNÁLAR OG HEIMILDIR UM SVARTA DAUÐA
væri að sýna fram á að sumir þeirra hefðu
haft möguleika á að kynna sér handrit hans
þá er einnig ýmislegt ólílct í Nýja annál og
annálagreinunum. Hér verða þó færð fram
rölc fyrir því að annálagreinarnar eigi ættir
að relcja til Nýja annáls og þá líklegast í
gegnum millilið sem nefndist Annála harm-
onía eða afskriftir af henni.
Annála harmonía
Árið 1705 keypti Árni Magnússon handrit
af Þuríði Sæmundsdóttur ekkju séra Hall-
dórs Torfasonar í Gaulverjabæ í Flóa. Bókin
var að sögn Árna35
Harmonia fiogurra gamallra Islendskra
Annala eda fiorer Iislendsker Annalar til sarnans
skrifader harmonicé, og giordur einn Annall ur
þeim fiorum. Er þesse Compilatio, óefad, giörd
ad forlage Mag. Bryniolfs Sveinssonar Biskups i
Skalhollte.
Annálar þessir sem Árni nefnir eru Flat-
eyjarannáll, Skálholtsannáll hinn forni,
Lögmannsannáll og Nýi annáll og afkvæm-
ið nefndi hann Annála harmoníu. Það var
skrifað af séra Jóni Erlendssyni í Villinga-
holti á þeim tíma sem Flateyjarbók var í
Skálholti, þ.e. á árunum 1647-62, og líklegt
er að það hafi verið um 1650 eða a.m.k. fyr-
ir 1655.36 Árni tók annálinn til nákvæmrar
rannsóknar síðla árs 1725 og eftir að hafa
skrifað hjá sér minnisgreinar þá segir hann:37
Reif eg svo i sundur og eydelagde þetta heila
volumen, sem eigi kunni til annars ad þiena, enn
til ad leida epter komendurnar i villu. giörde eg
þetta þeim mun diarflegar, sem eg margnefnt
volumen betur og med frekare athygle i gegnum
sied hafde adur enn þad i sundur reif.
Það var að þessu verki lolcnu sem hann
ritaði hin kunnu orð um errores sem vitnað
var til í upphafi greinarinnar.
Þetta var ekki eina handritið sem Árni
reif í sundur og eyðilagði en svo vasklega
geklc hann fram að talið var að hann hefði
eyðilagt allar afslcriftir af Annála harmoníu
séra Jóns í Villingaholti. Meðal þeirra af-
slcrifta sem Árni reif í sundur var „Extract
ur Islandz annalum" með hendi Sigurðar
Björnssonar lögmanns. Árni segir að hún
hafi verið „ein af þeim verstu bokum, sem
eg handleilcid hefi". Annað handrit var
„Excerptagrei ur Annalium mixtura" sem
hann félck hjá Torfa Jónssyni í Flatey og
liann taldi lílclegt að hefði verið slcrifað eft-
ir handriti Sigurðar. Lolcaorð Árna um þessi
handrit eru: „Svo dreifizt vanvitslcan um
heiminn, eins vel sem vitslcan."38 Árni til-
greinir mörg dæmi úr Annála harmoníunni
þar sem rangt er farið með, atburðum slengt
saman og þeir tilfærðir við rangt ártal. Um
þann hluta annálsins sem fjallar um árin
1274 til 1300 segir Árni m.a.:39
Er i noclcrum stödum, in uno anno, fyrst skrifad
um einn hlut (res gestas) sidan er þar eptir inn-
fært adslcilianlegt sem eigi kemr þeim hlut vid,
og þar eptir slcrifud circumstantia nockur um
35 Gustav Storm, Islandske annalei indtil 1578, bls.
lviii.
36 Sama rit, bls. lvii-lviii. Sjá siðar röksemd fyrir ár-
talinu 1655.
37 Sama rit, bls. lxiv.
38 Árni Magntíssons levned og skrifter II, bls. 170; sjá
nánar bls. 166-170. Gustav Storm, Islandske
annaler indtil 1578, bls. lxvi-lxviii, sem bendir á
að til sé afskrift af Annála harmoníunni varðandi
árin 1193-1210 ÍAM 429 4to.
39 Gustav Storm, Islandske annaler indtil 1578, bls.
lxi-lxii.
69