Ritmennt - 01.01.1997, Page 90

Ritmennt - 01.01.1997, Page 90
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR RITMENNT Á Eskifirði féklcst Anna við kennslu en vann einnig á hrepps- skrifstofunni. í nóvember 1940 þegar fyrsta barn þeirra Skúla, Þorsteinn, fæddist félck hún tveggja mánaða fæðingarorlof á full- um launum, sem var óvenjulegt á þeirri tíð.8 Dæturnar Ásdís og Anna fæddust 1943 og 1948. Áhrif Melkorku Árið 1944 kom út fyrsta tölublað tímaritsins Melkorku. Ritstjóri var Rannveig Kristjánsdóttir en ritnefnd skipuðu Þóra Vigfús- dóttir, Valgerður Briem og Petrína Jakobsson. Líkt og Melkorka Mýrkjartansdóttir lét af þögn sinni forðurn daga þótti mörgum konum tími til kominn að rjúfa þögn íslenskra kvenna, sem hafði verið „þrálát og löng eins og þögn Melkorku". Aðstandend- ur kvennablaðsins Melkorku vildu með útgáfunni hvetja konur til að berjast fyrir réttindum sínum, að þær yrðu viðurkenndar sem fullgildir þjóðfélagsþegnar með sömu réttindi og skyldur og karlar. Ritstjórinn hvatti þó ekki til baráttu gegn körlum, held- ur áttu konur og karlar að vinna hlið við hlið að „réttlátara þjóð- skipulagi". Þannig öðluðust konur fyrst „frelsi og fullt jafn- rétti".9 í fyrsta töluhlaðinu voru greinar um heimilisstörf og hag- fræði, stöðu lcvenna innan íslenska lýðveldisins, launajafnrétti, kvenfélög, verkakvennafélög og sósíalisma - og er þó ekki allt talið. Þetta blað las Anna Sigurðardóttir, þá húsmóðir og tveggja barna móðir á Eskifirði, og fór „fyrir alvöru að hugsa um þessi mál".10 Þremur árum síðar gekk hún í Kvenréttindafélag íslands og hóf afskipti af þcim málum sem félagið lét sig varða. Meðal þess sem einna mest var rætt um á þessum árum var sérsköttun hjóna og sýndist sitt hverjum. Sumir vildu sérslcöttun á giftar konur sem unnu utan heimilis en aðrir, þar á meðal Anna, taldi að þannig væri konum mismunað. Vinna heimavinnandi hús- mæðra yrði einskis metin. Hún vildi að á skattframtali hjóna yrði vinna þessara kvenna metin til fjár, sem tekjur heimilinu til handa og þannig samræmis gætt í skattlagningu. 8 Þórdís Árnadóttir: Er ekki öll mannkynssagan karlasaga?, bls. 16. 9 Rannveig Kristjánsdóttir: Sól er á loft komin, bls. 1-2. 10 Þórdís Árnadóttir: Er ekki öll mannkynssagan karlasaga?, bls. 16. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.