Ritmennt - 01.01.1997, Page 95

Ritmennt - 01.01.1997, Page 95
RITMENNT ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS sinna áhugamálum sínum, sérmálum kvenna, og þóttist þá góð, ef hún gat „stolið" til þess klukkutíma á dag ...20 I Reykjavík hélt Anna ótrauð áfram á þeirri braut sem hún hafði markað sér. Hún hóf störf á slcrifstofu Kvenréttindafélags Islands 1958 og vann þar til 1964. Anna sat í stjórn Kvenrétt- indafélagsins 1959-1969 og sótti fundi Alþjóðasambands lcvenna (International Alliance of Women) fyrir hönd félagsins 1967 og 1970 auk funda og ráðstefna norrænu kvenréttindafélaganna. Þar stofnaði hún til kynna við kvenréttindakonur og hitti í eigin per- sónu sumar þeirra sem hún hafði verið í bréfasambandi við um langan tíma. Áhugi Önnu á kvenréttindum var gríðarlegur og birtist mjög sterkt í þeim gögnum sem varðveitt eru í Kvennasögusafni ís- lands. Persónuleg bréf hennar til annarra kvenréttindakvenna og ráðamanna, bréf til hennar, afrit af ræðum, greinum og erindum ber allt að sama brunni og sýnir óþrjótandi áhuga og löngun til að bæta kjör kvenna í lífi og starfi. Sú spurning vaknar óhjá- kvæmilega hvers vegna Anna hafi eklci tengst stjórnmálum sterkari höndum og boðið sig fram til þings. Því verður líklega seint svarað nú þegar hún getur ekki svarað spurningunni sjálf. Kannski hafði hún einfaldlega ekki löngun til þess að sitja á þingi, þrátt fyrir ákveðnar skoðanir og lcjark. Hún vildi líklega fremur vinna lconum gagn á annan hátt - með því að halda því fram að þær væru fullgildir einstaklingar í samfélaginu og ynnu því ekki minna gagn en karlarnir - og með því að gefa þeim sögu. Rekja má uppgang vestrænna kvennasögurannsókna til nýju kvennahreyfingarinnar sem á sjöunda og áttunda áratug þessar- ar aldar hleypti nýju blóði í lcvennabaráttuna. Konur fóru að horfa gagnrýnum augum á söguna og spyrja: „Hvar er lang- amma? Hvar er amma? Hvar er mamma? Hvar er ég sjálf? Vor- um við kannski aldrei til?"21 Löngun til að þeklcja fortíðina, ekki aðeins þá fortíð sem lýtur að körlum, stríði og valdastofnunum, hratt konum af stað í rannsólcnir í leit að sögu kvenna. I stuttu máli, þá „fannst" saga lcvenna, en heimildir voru og eru oftar en 20 Þórdís Árnadóttir: Er ekki öll mannkynssagan karlasaga?, bls. 16. 21 Vilborg Dagbjartsdóttir: Kompan, bls. 23. Ljósm. H.B. - Landsbókasafn. I Kvennasögusafni Islands eru varðveittar ljósmyndir og handrit sem notuð voru við samningu verksins Ljósmæð■ ur á íslandi I—II. Þar á meðal þessi ræða flutt til heiðurs Guðlaugu Jónsdóttur yfirsetu- konu á Ásunnarstöðum £ Breiðdal 16. október 1893. 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.