Ritmennt - 01.01.1997, Page 102
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
Önnu frá 1976. Stærstu verk Önnu komu þó ekki út fyrr en á ní-
unda áratugnum, þegar hún var á áttræðisaldri. Árið 1984 kom
út ritið Ljósmæður á íslandi I—II, í ritstjórn Bjargar Einarsdóttur,
þar sem er að finna ágrip af sögu ljósmæðrafélagsins, ljósmæðra-
tal og loks ríflega 150 blaðsíðna ritgerð Önnu Sigurðardóttur,
„Ur veröld kvenna - Barnsburður", þar sem hún tíndi til heim-
ildir um ljósmæður, ljósmæðrafræðslu, meðgöngu, fæðingar og
hvað eina sem snerti barnsburð frá upphafi byggðar til 20. aldar.
Ári síðar gaf Kvennasögusafn íslands út bók Önnu, Vinna
kvenna á íslandi í 1100 ár, með undirtitlinum Úr veröld kvenna
II. Þessi bók inniheldur hafsjó hagnýtra upplýsinga um störf
kvenna, bæði fyrir fróðleiksfúsa lesendur og þá sem stunda
fræðistörf. Vinnu kvenna var ætlað að færa „mönnum heim
sanninn um að hlutur kvenna í þjóðarbúskapnum í 1100 ár"
væri ekki minni en karla.28 Vísindalegar niðurstöður eða frekari
úrvinnslu efnis lét Anna öðrum eftir enda vissi hún sem var að
„samtíningur" hennar myndi vísa veginn til frekari rannsókna.
Hún ætlaði öðrum að „vinna úr efninu á sagnfræðilegan hátt".29
í formála Vinnu kvenna sagðist Anna vona að henni entist
„aldur til að koma á prent fleiru úr veröld kvenna".30 Henni varð
að ósk sinni því árið 1988, árið sem hún varð áttræð, kom út
þriðja verkið í Veröld kvenna. Að þessu sinni vegleg bók um ís-
lenslcu nunnuklaustrin á miðöldum. Allt hafði annan róm áður
ípáfadóm. Nunnuklaustrin tvö á íslandi á miðöldum og brot úr
kristnisögu sýndi svo ekki varð um villst að saga nunnuklaustr-
anna var umfangsmeiri en svo að hún rúmaðist í einni setningu
eða tveimur, eins og þeim höfðu verið gerð skil í íslandssögubók-
um.31
Anna hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir verlc sín, bæði í þágu
kvenréttinda og vegna fræðistarfa. Hún var kjörin heiðursfélagi
Kvenréttindafélags íslands 1977, hlaut riddarakross fálkaorð-
unnar 1978, varð heiðursfélagi Bókavarðafélags íslands 1985,
hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla ís-
28 Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár, bls. 15.
29 Kvennasögusafn Islands. Anna Sigurðardóttir til Más Jónssonar 15. júní
1986.
30 Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna, bls. 15
31 Anna Sigurðardóttir: Allt hafði annan tóm áður ípáfadóm, bls. 8.
96