Ritmennt - 01.01.1997, Page 108
t
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Ásdís Skúladóttir leikstjóri
minntist móður sinnar og
kvaddi Kvennasögusafnið,
sem svo lengi hafði verið
hluti af lífi hennar, við opnun
safnsins 5. desember 1996.
Ásdís Skúladóttir leikstjóri minntist móður
sinnar, dr. Önnu Sigurðardóttur, við opnun
Kvennasögusafns Islands 5. desember 1996.
Grípum niður í ræöu hennar:
Skoðanir hennar og viðhorf hafa ekki ætíð átt upp á pall-
borðið og það var stundum erfitt að eiga móður með
hennar skoðanir og hugmyndir, sérstaklega þegar maður að-
hylltist þær líka. En það voru líka forréttindi að eiga hana að
móður. Hún sagði mér frá grísku gyðjunum, hún sagði mér
frá Theodóru keisaraynju, hún sagði mér frá því hvernig
prestar og prelátar diskúteruðu það á kirkjuþingum hvort
konur hefðu sál eða ekki og hvort þær ættu yfirleitt að telj-
ast til mannlcyns. Hún sagði mér frá Brontésystrum, Krist-
ínu Sigfúsdóttur, Söru Bernhard, Madame Curie, Selmu Lag-
erlöf og Huldu. Það kom mér því ekki á óvart þegar við lás-
um í mannkynssögunni í gaggó Hring forðum daga um allt
það uppistand sem einhver frú Pankhurst stóð fyrir í Bret-
landi og fór að heimta hitt og þetta með hinum kellingun-
um algjörlega uppúr þurru eins og hinum krökkunum í
bekknum mínum virtist og kennarinn var ekkert að gera
sérstakt veður út af því enda hafði elckert komið fram í hin-
um köflunum á undan sem gaf það til kynna að konur hefðu
það bara ekki fínt í Bretlandi eins og annars staðar. En ég gat
sagt vinkonum mínum ýmislegt um frú Pankhurst í frímín-
útunum á eftir, fékk nolckur prik fyrir það. Þótti vita margt.
Þau vissu bara ekki að mamma hafði sagt mér það eins og
margt, margt annað.
ingar á sviði lcvennasögu. Það er stefna Kvennasögusafnsins að
það verði smám saman nokkurs konar vegvísir eða miðstöð
þeirra sem stunda kvennarannsóknir, þó einkum á sviði kvenna-
sögu, þar sem hægt verði að leita upplýsinga um vænlegar heim-
ildir, hvort sem þær er að finna í safninu sjálfu eða annars stað-
ar.
102