Ritmennt - 01.01.1997, Side 121

Ritmennt - 01.01.1997, Side 121
RITMENNT WILLIAM MORRIS OG KELMSCOTT Nokkur atriði sem einkenna Kelmscott-bækur Titilsíða I þeim bókum sem William Morris sótti mest til og var hrifnastur af var engin eiginleg titilsíða í okkar skilningi. Hún varð ekki almenn regla fyrren um 1500. Morris varð því þar sem í mörgu öðru að víkja frá fyrirmyndum sínum og fann einkar frum- lega leið sem hann fór oft. Fremst var þá titilsíða sem var auð að öðru leyti en því að efst voru nokkrar hástafalínur sem minna á fortitil okkar daga. Síðan kom gjarna einhver formáli, inngangs- ljóð, efnisútdráttur eða þvíumlíkt. Þá kom afar virðuleg titilopna. A vinstri síðu opnunnar var titillinn letraður á flúraðan bakgrunn og skrautumgjörð var um hann. Á síðunni á móti var samsvarandi skrautumgjörð til að varðveita einingu opnunnar og þar hófst síð- an textinn, oft með hástöfum, og myndaði fullan flöt; ef um ljóð var að ræða var það sett sem prósi eða með greinar-merkinu (<U) og síðar Kelmscott-laufinu í línulok. Slíkar titilopnur voru svo gjarna endurteknar ef um mikil þáttaskil var að ræða innan bókar, tilað- mynda í hinurn langa ljóðaflokki The Earthly Paradise. Leturbrigði Golden-letrið var bara til í einni stærð og því fylgdi hvorki skáletur, feitt letur né hásteflingar. Kaflafyrirsagnir, neðan- málsgreinar, fræðilegar skýringar, hlaupatitlar á spássíu: þetta var því gjarna sett rauðu letri í sömu stærð. Þetta er víða gert af mik- illi list og síðurnar verða tilkomumiklar, einsog sjá má glögglega í Sidonia the Sorceress, en samstarfsmanni Morrisar, F.S. Ellis, sem sá oft um fræðilegu hliðina, þótti að vonum ófullnægjandi að eiga ekki fleiri kosta völ við frágang skýringa. - Chaucer-letrið mátti svo nota í þessu skyni með Troy-letrinu, en hvað átti að nota þeg- ar Chaucer var haft sem aðalletur? - Reyndar virðist Morris ekki hafa gert sér mikla rellu útaf þessu, enda voru leturbrigði af ýmsu tagi seinni tíma uppfinning og hinir fyrstu prentarar höfðu komist af án þeirra. Greinask.il Morris sýndi greinaskil aldrei einsog nú er tíðast, þe. með nýrri línu og inndrætti. Hann fór lengra aftur og notaði grein- ar-merkið þess í stað, þegar frammí sótti Kelmscott-laufið, eða gerði nýja línu og notaði forstaf. Hlutföll Síðumál, leturflötur og spássíur í Sidonia the Sorceress (bls. 53): Síðan: 205 x 286 mm = 1 : 1,40 ( = 1 : V2). Leturfl.: 126 x 191 mm = 1 : 1,52, þe. í svipuðum hlutföllum og síðan. Spássíur: 26:28: 54 : 67 mm, þeas. innri spássía er tæpur helming- ur þeirrar ytri, og sú neðri meira en helmingi stærri en sú efri. 115 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.