Ritmennt - 01.01.1997, Qupperneq 121
RITMENNT
WILLIAM MORRIS OG KELMSCOTT
Nokkur atriði sem einkenna Kelmscott-bækur
Titilsíða I þeim bókum sem William Morris sótti mest til og var
hrifnastur af var engin eiginleg titilsíða í okkar skilningi. Hún varð
ekki almenn regla fyrren um 1500. Morris varð því þar sem í
mörgu öðru að víkja frá fyrirmyndum sínum og fann einkar frum-
lega leið sem hann fór oft. Fremst var þá titilsíða sem var auð að
öðru leyti en því að efst voru nokkrar hástafalínur sem minna á
fortitil okkar daga. Síðan kom gjarna einhver formáli, inngangs-
ljóð, efnisútdráttur eða þvíumlíkt. Þá kom afar virðuleg titilopna.
A vinstri síðu opnunnar var titillinn letraður á flúraðan bakgrunn
og skrautumgjörð var um hann. Á síðunni á móti var samsvarandi
skrautumgjörð til að varðveita einingu opnunnar og þar hófst síð-
an textinn, oft með hástöfum, og myndaði fullan flöt; ef um ljóð
var að ræða var það sett sem prósi eða með greinar-merkinu (<U) og
síðar Kelmscott-laufinu í línulok. Slíkar titilopnur voru svo gjarna
endurteknar ef um mikil þáttaskil var að ræða innan bókar, tilað-
mynda í hinurn langa ljóðaflokki The Earthly Paradise.
Leturbrigði Golden-letrið var bara til í einni stærð og því fylgdi
hvorki skáletur, feitt letur né hásteflingar. Kaflafyrirsagnir, neðan-
málsgreinar, fræðilegar skýringar, hlaupatitlar á spássíu: þetta var
því gjarna sett rauðu letri í sömu stærð. Þetta er víða gert af mik-
illi list og síðurnar verða tilkomumiklar, einsog sjá má glögglega í
Sidonia the Sorceress, en samstarfsmanni Morrisar, F.S. Ellis, sem
sá oft um fræðilegu hliðina, þótti að vonum ófullnægjandi að eiga
ekki fleiri kosta völ við frágang skýringa. - Chaucer-letrið mátti
svo nota í þessu skyni með Troy-letrinu, en hvað átti að nota þeg-
ar Chaucer var haft sem aðalletur? - Reyndar virðist Morris ekki
hafa gert sér mikla rellu útaf þessu, enda voru leturbrigði af ýmsu
tagi seinni tíma uppfinning og hinir fyrstu prentarar höfðu komist
af án þeirra.
Greinask.il Morris sýndi greinaskil aldrei einsog nú er tíðast, þe.
með nýrri línu og inndrætti. Hann fór lengra aftur og notaði grein-
ar-merkið þess í stað, þegar frammí sótti Kelmscott-laufið, eða
gerði nýja línu og notaði forstaf.
Hlutföll Síðumál, leturflötur og spássíur í Sidonia the Sorceress
(bls. 53):
Síðan: 205 x 286 mm = 1 : 1,40 ( = 1 : V2).
Leturfl.: 126 x 191 mm = 1 : 1,52, þe. í svipuðum hlutföllum og
síðan.
Spássíur: 26:28: 54 : 67 mm, þeas. innri spássía er tæpur helming-
ur þeirrar ytri, og sú neðri meira en helmingi stærri en
sú efri.
115
L