Ritmennt - 01.01.1997, Page 144

Ritmennt - 01.01.1997, Page 144
EINAR SIGURÐSSON RITMENNT Handrit fyrstu bókanna sem út komu eftir Halldór, það er frá Barni náttúrunnar 1919 til Kvæðakvers 1930, hafa ekki varð- veist nema ef vera skyldi einhver smábrot. Hann notaði því hina prentuðu frumtexta við endurskoðun í sambandi við nýjar útgáf- ur svo að þar má sjá síðari stílþróun þeirra sagna. Fyrri hluti Sjálfstæðs fólks kom út 1934, og frá þeim tíma má fá allglögga mynd af þróun flestra eða allra höfuðsagna skáldsins. Þá hafa einnig varðveist töluvert margar minniskompur Halldórs, eink- um frá fjórða og fimmta áratugnum, sem eru ómetanlegar fyrir rannsóknir á tilurð margra hinna miklu verka frá þeim tíma. Kemur þar fram, að hann var stöðugt að leita fyrir sér um efni og punkta hjá sér það sem hann heyrði og sá eða las í iðu mannlífs- ins. Síðasta slcáldverk sem Halldór samdi að einhverju leyti á þann hátt að lifa sig inn í liðinn tíma með lestri handrita eða prentaðra verlca í Landsbólcasafni mun vera Guðsgjafaþula, það er sagan um síldarkónginn Islandsbersa, sem út kom 1972. Er mér minnisstætt að nokkru áður en sú bók kom út sá ég Halldór fyrst sem fullorðinn maður. Eitt sinn þegar ég kom í lestrarsal Landsbóltasafns sat hann þar og var að blaða í einhverju riti. Ég laumaðist til að líta yfir öxl honum og sá að um var að ræða blaðið Siglfirðing sem gefið var út fyrir norðan á síldarárunum. Þegar bókin kom út rifjaðist upp fyrir mér þetta atvik. Af handritum Halldórs sem varðveist hafa frá og með Sölku- Völku má glöggt sjá hversu gífurlegur afkasta- og jafnframt lcröfuharður nákvæmnismaður hann hefur verið við ritun verka sinna. Hann er þrotlaust að semja upp og fága texta sinn, og er svo að sjá að hann verði aldrei fullkomlega ánægður með verk sitt. Sem dæmi um þessa stílfágun má nefna að hér eru varð- veittar í handritageymslunni fjórar gerðir íslandsklukkunnar, og fjórar eða fimm Gerplur bíða rannsóknar bókmenntafræðinga. Þegar litið er á prófarkir, sem einlcum eru varðveittar af síðustu bókum Halldórs, gildir hið sama og hér hefur verið sagt. Þar er ekki aðeins verið að leiðrétta ásláttarvillur setjara, heldur einnig breyta og bæta svo lengi sem unnt er. Aldrei er slegið af kröfun- um í hinni óendanlegu leit að fullkomnun í máli, stíl og efnis- tökum. Hér hefur ekkert verið minnst beinlínis á efni ritverka Hall- dórs Laxness, enda utan við það tilefni sem nú er verið að fagna. Víst er að oft deildi hann hart á menn og málefni, eða með öðr- 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.