Ritmennt - 01.01.1997, Síða 144
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Handrit fyrstu bókanna sem út komu eftir Halldór, það er frá
Barni náttúrunnar 1919 til Kvæðakvers 1930, hafa ekki varð-
veist nema ef vera skyldi einhver smábrot. Hann notaði því hina
prentuðu frumtexta við endurskoðun í sambandi við nýjar útgáf-
ur svo að þar má sjá síðari stílþróun þeirra sagna. Fyrri hluti
Sjálfstæðs fólks kom út 1934, og frá þeim tíma má fá allglögga
mynd af þróun flestra eða allra höfuðsagna skáldsins. Þá hafa
einnig varðveist töluvert margar minniskompur Halldórs, eink-
um frá fjórða og fimmta áratugnum, sem eru ómetanlegar fyrir
rannsóknir á tilurð margra hinna miklu verka frá þeim tíma.
Kemur þar fram, að hann var stöðugt að leita fyrir sér um efni og
punkta hjá sér það sem hann heyrði og sá eða las í iðu mannlífs-
ins. Síðasta slcáldverk sem Halldór samdi að einhverju leyti á
þann hátt að lifa sig inn í liðinn tíma með lestri handrita eða
prentaðra verlca í Landsbólcasafni mun vera Guðsgjafaþula, það
er sagan um síldarkónginn Islandsbersa, sem út kom 1972. Er
mér minnisstætt að nokkru áður en sú bók kom út sá ég Halldór
fyrst sem fullorðinn maður. Eitt sinn þegar ég kom í lestrarsal
Landsbóltasafns sat hann þar og var að blaða í einhverju riti. Ég
laumaðist til að líta yfir öxl honum og sá að um var að ræða
blaðið Siglfirðing sem gefið var út fyrir norðan á síldarárunum.
Þegar bókin kom út rifjaðist upp fyrir mér þetta atvik.
Af handritum Halldórs sem varðveist hafa frá og með Sölku-
Völku má glöggt sjá hversu gífurlegur afkasta- og jafnframt
lcröfuharður nákvæmnismaður hann hefur verið við ritun verka
sinna. Hann er þrotlaust að semja upp og fága texta sinn, og er
svo að sjá að hann verði aldrei fullkomlega ánægður með verk
sitt. Sem dæmi um þessa stílfágun má nefna að hér eru varð-
veittar í handritageymslunni fjórar gerðir íslandsklukkunnar, og
fjórar eða fimm Gerplur bíða rannsóknar bókmenntafræðinga.
Þegar litið er á prófarkir, sem einlcum eru varðveittar af síðustu
bókum Halldórs, gildir hið sama og hér hefur verið sagt. Þar er
ekki aðeins verið að leiðrétta ásláttarvillur setjara, heldur einnig
breyta og bæta svo lengi sem unnt er. Aldrei er slegið af kröfun-
um í hinni óendanlegu leit að fullkomnun í máli, stíl og efnis-
tökum.
Hér hefur ekkert verið minnst beinlínis á efni ritverka Hall-
dórs Laxness, enda utan við það tilefni sem nú er verið að fagna.
Víst er að oft deildi hann hart á menn og málefni, eða með öðr-
138