Ritmennt - 01.01.1997, Page 153
RITMENNT
SHARP
innan bóksögunnar. Fyrstu árlegu ráðstefnu sína hélt SHARP
árið 1993 í New York, og ári síðar í Washington í boði Library of
Congress. Árið 1995, þegar félagafjöldinn var orðinn yfir 800 ein-
staklingar, var ráðstefnan í fyrsta sinn haldin utan Bandaríkj-
anna og þá valinn staður í Edinborg, þar sem 160 félagsmenn
söfnuðust saman. Fjórða ráðstefnan var svo haldin í Worcester í
Massachusettsríki í Bandaríkjunum 1996 í boði The American
Antiquarian Society, og voru ráðstefnugestir um 250 talsins,
fleiri en nolckru sinni fyrr.
Félagsmenn SHARP eru af ólíku þjóðerni. Flestir eru Banda-
ríkjamenn, og einnig eru Kanadamenn og Bretar fjölmennur
hópur. Allnokkrir Ástralir eru í félaginu, og loks eru ýmsir
Evrópubúar. Félagsmenn eru einnig að öðru leyti mjög litrílcur
hópur: surnir eru háskólanemar, aðrir eru prófessorar í bók-
menntasögu, hugmyndasögu eða sagnfræði, enn aðrir eru við-
skiptafræðingar sem hafa áhuga á markaðsmálum fyrr og nú,
félagsfræðingar sem hafa áhuga á því hvernig mismunandi
þjóðfélagshópar afla sér þekkingar, lögfræðingar með útgáfurétt-
armál sem sérsvið, og þannig rnætti lengi telja. Aðrir félagsmenn
eru úr hópi bókavarða eða annarra sem daglega vinna með
bækur, svo sem fornbóksala - sem í hinum enskumælandi
heirni eru oft háskólamenntaðir. Og svo er að sjálfsögðu margt
annað ,venjulegt' fólk rneðal SHARP-meðlima.
Ráðstefnuerindin á ársfundunum eru því mjög margvísleg.
Sem dæmi um ýrniss konar útgáfusögu sem mjög er rannsökuð
um þessar mundir má nefna samanburð á enskum og amerísk-
um útgáfum á skáldverkum sem stundum er verulegur munur á.
Og að sjálfsögðu eru það hvorlci Englendingar né Bandaríkja-
menn sem rannsaka slílct heldur franskir háskólakennarar sem
fyrir tilviljun komust að því að stúdentarnir voru með mismun-
andi útgáfur af sama verkinu. Ein skáldsaga Agöthu Christie
heitir á enslcu Ten little niggers, en af augljósum ástæðum geng-
ur slíkur bókartitill ekki í Bandaríkjunum heldur heitir sagan
And then there was none. Enska sagan gerist á ,Nigger Island'
sem í bandaríslcu útgáfunni heitir ,Indian Island'. Annað dæmi
er lolcalcafli Clockwork orange, sem ekki er í bandarísku útgáf-
unni. Þar er nefnilega aðalsöguhetjan orðin venjulegur góðborg-
ari, noklcuð sem bandarískt samfélag gat ekki sætt sig við. Erindi
af allt öðru tagi er um rannsókn á vatnsmerkjum í pappírnum á
SOCIETY FOR THE
HISTORY QF
AUTHQRSHIP
READING &
PUBLISHINC
147