Vera - 01.12.1996, Side 9
samkennd kvenna vera vaxandi stef í bókunum þínum. Er þetta aö
koma meira inn hjá þér?
„Ég held að þetta hljóti að gerast því þetur sem maður horfir í
kringum sig.
Hafið þið farið í bíó nýlega? Sáuð þið Brimbrot og Jerúsalem? Mér
varð einhvernveginn á að hugsa: Hvar eru karlmenn. Það var hægt að
telja þá í salnum. Og hafið þið farið í leikhús. Þar sitja líka konur í yf-
irgnæfandi meirihluta. 70% þeirra sem lesa bækur eru konur og taki
maður þá tölu alvarlega virðist hún sýna að það séu einmitt þær sem
sjá um að bókmenningin lifi. En þetta heyrist alltof sjaldan. Það eru
í rauninni konur sem byggja grunninn, njóta menningarinnar og sjá
um að Ijúka við bygginguna. Kvennasagan í íslenskum bókmenntum
er ekki gömul. Hvar er hún annars í hillunni bókin hennar Soffíu Auð-
ar um skáldskap kvenna. Það má rota með henni mann svo þykk er
hún. Fólk vissi um fæstar þessar sögur og bókin Oþnaði nýjan heim
staðreynda sem ekki var hægt að líta framhjá eða flýja. Konur höfðu
skrifað en einhverra hluta vegna gleymdi bókmenntasagan því. Áður
réði karlaheimurinn og hefð hans en nú hriktirí stoðunum. Mérfinnst
hafa orðið mjög skemmtileg breyting á umræðunni um bækur eftir
konur. Og ég held, að Helga Kress, já, kannski hún fyrst og fremst
hafi snúið fólki á rétta leið með starfi sínu. Það var annarlegt að lesa
alla þessa snotru ritdóma um bækur eftir konurí gamla daga og alla
formálana um skáldskap kvenna og hvernig Nordalarnir í ýmsum
gerfum sneru upp á staðreyndir meö orðalagi og hugmyndafræði.
sú sama, sagan tekst á við spurninguna um það hvort fólk þori eða
geti gefið sig annarri manneskju og hvort óttinn við að missa frelsið
yfirgnæfi ekki alltaf ástina."
Já, kvennatengsl...
Eru einhver tengsl á milli Z og Ijóðabókar þinnar Lendar elskhugans?
„Já kvennatengslin og lýsingin á sambandi systranna og svo ör-
ugglega ýmis önnur ef grannt er skoðað."
En viö Önnu Guöbergs? Nú gæti Z allt eins heitiö Anna.
„Nei, fjandinn fjarri mér, hún hefði ekki getað heitið Anna."
Út afönnu hans Guðbergs?
„Nei, nei, auðvitað ekki. Ég spyr bara, muniði ekki eftir hver urðu
örlög bókstafsins sem bókin er skírð eftir?"
Okkur finnst kynlitningarnir tveirX og Y geta tengst þessu.
„Já, einmitt."
Er þetta kannski þriöja kyniö sem er yfir kynlitningana hafiö? Þaö
stendur t.d. einhvers staöar í Önnu eftir Guöberg aö litningarnir séu
þaö afturhaldsamasta sem til sé og þaö kallast á viö þetta bann,
þ.e.a.s. samkynhneigöina í sambandi Önnu og Z?
„Já ,og auðvitað hefurtabúunum ekkertfækkað þótt giftingar séu
löglegar. Ætli ástin geti nokkurntímann blómstrað á meðan menn
finna sig í lyginni hvort sem hún er til staðar vegna þrýstings frá um-
hverfinu eða heftandi skoðunum ogtilfinningum þess sem elskar. Ég
held aö það sé klisja og hún heldur ömurleg þegar talað er um að
það séu meiri lygar og meira óöryggi í
samkynhneigðum samböndum en í
ósamkynhneigðum. Ég reyni m.a. að sýna
þetta með því að tefla fram samböndum
systranna."
Á bókarkápu Z er mynd af hlekkjaöri
konu. Hlekkjar ástin okkur?
„Hún getur gert það. Hvað finnst ykk-
ur? En idealið er náttúrlega að hún geri
það ekki."
Er þaö nokkurn tíma hægt?
„Vonandi."
Þaö má kannski líta á þetta sem annars
konar hlekki því myndin getur vísaö í
þetta samkynhneigöa samband sem er í
ákveönum hlekkjum vegna viöhorfa sam-
félagsins. Hér á landi hefur líka verið
mjög lítil umræöa um samkynhneigö í
skrifum um bókmenntir; er fólk feimiö viö
þetta efni, t.d. í gagnrýni?
„Ég man að þegar Lendar elskhugans
kom út var varla minnst á að samkyn-
hneigð væri líka yrkisefnið. Ég fékk einn
dóm frá Bandarikjunum og þar virtist vera
allt annar skilningur á bókinni og Ijóðun-
um. Ég veit ekki hverjum gagnrýnendur
voru að hlífa, kannski lesandanum,
kannski höfundinum, ég skildi þetta bara
ekki, heilu köflunum var sleppt eins og
þeir væru ekki til. Svarar þetta ekki spurn-
ingunni?"
Hafið þið fariö í bíó nýlega?
Okkur viröist einhvers konar systralag og 1
vgdís grímsdóttir